Frétt

kreml.is - Hreinn Hreinsson | 09.07.2002 | 10:13Illa farið með íbúa Árneshrepps

Hreinn Hreinsson.
Hreinn Hreinsson.
Þegar fólk í Árneshreppi á Ströndum þarf á presti að halda til að ferma, gifta, skíra eða jarða leitar það út fyrir hreppinn sem oft er bagalegt þar sem sveitin er einangruð á vetrum og samgöngur almennt erfiðar. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að í hreppnum er prestsetur þar sem prestur á fullum launum situr án þess að sinna skyldum sínum við söfnuð sinn.
Presturinn í Árnesi við Trékyllisvík hefur setið í ríflega áratug í myndarlegum prestsbústað á myndarlegri ríkisjörð sem er góð til búskapar og hefur nokkur hlunnindi s.s. æðarvarp. Ljóst er því að þó að söfnuðurinn sé fámennur ætti ekki að væsa um þann prest sem þarna situr. Strax í upphafi varð fólkinu í hreppnum ljóst að presturinn var ekki vel til samskipta fallinn og ýmsir árekstrar urðu. Fljótlega varð ljóst að traust skapaðist ekki milli prests og safnaðar og fólkið kaus að leita annað eftir prestþjónustu. Miðað við frásagnir fólksins í hreppnum þykir mér það ekki undarlegt. Vinnuskylda prests er að messa sex sinnum á ári að lágmarki og það hefur hann gert. Að vísu mætir enginn í messu hjá honum nema á sumrin þegar ferðamenn reka inn nefið. Næsta messa verður um verslunarmannahelgina ef einhver vill berja gripinn augum.


Öllum sem leið eiga um er ljóst að prestur er ekki fyrirmyndar búmaður enda líkist umhverfi prestbústaðarins meira ruslahaug en mannabústað. Þar ægir saman bílhræjum, ónýtum og ryðguðum dráttarvélum, kerrum, dekkjahrúgum, olíutunnum og alls kyns drasli. Í fjörunni fyrir neðan bústaðinn er bátalægi sem ástands síns vegna myndi sóma sér betur í kafbátakirkjugarði í Síberíu en í fegurðinni sem finna má í Trékyllisvík. Fyrir utan það lýti sem þetta ástand er á sveitinni er ljóst að illa er því við haldið sem þarna hefur verið upp byggt, væntanlega á kostnað ríkisins.


Það alvarlegasta er þó að prestur og söfnuður eiga enga samleið. Þeir sem ég spjallaði við þegar ég átti leið þarna um fyrir skömmu sögðu ýmsar ófagrar sögur af presti sem hreinlega er ekki hægt að hafa eftir. Þessir sömu viðmælendur upplýstu það líka að málið hefði ítrekað verið sent biskupi en ekkert hefði enn gerst. Því er það svo að þegar fólk þarf á prestþjónustu að halda er leitað út fyrir Árneshrepp og þá ýmist til nærliggjandi presta (næsti prestur er í Hólmavík en þangað er iðulega ófært á vetrum) eða hreinlega til Reykjavíkur en þess þekkjast dæmi að börn úr Árneshreppi séu fermd í Reykjavík með öllum þeim kostnaði sem því fylgir fyrir fjölskyldur þeirra. Fólk í Árneshreppi nýtur því ekki lágmarksþjónustu kirkjunnar á sínum heimaslóðum hvað þá að það hafi kost á því að sækja kirkju almennt. Í hreppi eins og Árneshreppi er þetta sérstaklega alvarlegt þar sem kirkja á að geta verið ein af félagsmiðstöðvum fólksins, styrk samfélagsstoð, eins og vel er þekkt víða í dreifbýli hér á landi.


Aðgerðarleysi yfirmanna kirkjunnar er rökstutt með því að presturinn er ráðinn samkvæmt gömlum lögum sem kveða á um æviráðningu presta sem nú hefur verið breytt. Samt sem áður er það ekkert annað en skálkaskjól þar sem prestur sinnir ekki starfi sínu og hefur brugðist söfnuði sínum. Kirkjan er með þessu að segja við fólkið í Árneshreppi að réttindi prestsins til setu í sókninni vegi þyngra en vilji safnaðarins og þá staðreynd að presturinn er ekki fær um að sinna hlutverki sínu sem sálusorgari. Hér er vissulega um alvarlegt og persónulegt mál að ræða sem helst ætti ekki að fjalla um á opinberum vettvangi heldur leysa frekar í kyrrþey. Það hefur hins vegar ekki verið gert og því full ástæða til þess að vekja athygli á málinu. Ástand eins og þetta er smánarblettur á Þjóðkirkjunni og yfirmönnum hennar og lítilsvirðing við fólkið í þessum afskekkta hreppi á Íslandi. Það er vonandi að biskup taki á sig rögg og geri það sem gera þarf – og það vita allir hvað það er.

Hreinn Hreinsson. Pistillinn birtist á Kreml.is

Kreml.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli