Frétt

| 16.08.2000 | 16:49Takið bílana frá börnunum!

Fyrir hálfum mánuði var fjallað um umferðina og hætturnar henni samfara. Þegar þessi orð eru sett á blað hefur 21 maður, karlar, konur og börn látið lífið í umferðarslysum á árinu 2000. Vikurnur frá síðustu umfjöllun á þessum vettvangi hafa verið skelfilegar. En þær hafa jafnframt sýnt að hraðinn er helsti skaðvaldur umferðarinnar. Vissulega má halda því fram, að ekki verði sannað og sýnt, að þeir sem týndu lífi síðustu vikurnar hafi ekið of hratt. En lesendur, skoðið aðstæður.

Það sem vekur sérstaka athygli er sú hörmulega staðreynd, að ákvæði 36. greinar umferðarlaganna frá 1987 hafa enga þýðingu í umferðinni. Alltof margir virða ekki fyrirmæli laganna um að ökuhraða skuli jafnan miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Ökumaður skal miða hraða við gerð og ástand vegar, birtu, ástand ökutækis og hleðslu auk aðstæðna í umferð að öðru leyti.

Að auki eru ákvæði þess efnis að hraðinn megi aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu og geti stöðvað það á þeim hluta vegar sem hann sér yfir framundan og áður en kemur að hindrun, sem gera má ráð fyrir. Skylt er að taka fram að ekki er fyllilega orðrétt tekið upp úr 36. greininni. En hvergi er vikið frá textanum hvað efni varðar. Auk þess telur greinin upp í 14 liðum hvar ber sérstaklega að viðhafa aðgát, þar á meðal þegar ökutæki mætast á mjóum vegi, samanber lið g. Í 25. grein umferðarlaganna númer 50 frá 1987 segir hreint út að ökumaður skuli hafa sérstaka aðgát við vegamót.

Lesandi góður! Hugsaðu um síðustu vikur í umferðinni og rifjaðu upp frásagnir fjölmiðla af alvarlegustu umferðarslysunum. Lestu aftur næstu tvær málsgreinar hér að framan.. Gefum okkur, að allir ökumenn sem staðist hafa ökupróf, kunni þessar reglur. Svaraðu nú eftirfarandi spurningu: ,,Heldur þú lesandi góður, að þetta ákveðna slys hefði haft þessar skelfilegu afleiðingar, en þrjú ungmenni eru látin og eitt alvarlega slasað á sjúkrahúsi, ef farið hefði verið eftir reglum 25. og 36. greina umferðarlaganna?“

Nú hljóta allir alþingismenn, jafnvel þeir sem hæst tala um brýna nauðsyn þess að hækka hámarkshraðann, að sjá að siðuðu þjóðfélagi er ekki stætt á því, að láta þessar fórnir viðgangast. Ekki þarf að hugsa lengi um slys í umferðinni til þess að gera sér grein fyrir því, að helsti skaðvaldurinn er dómgreindarleysi ökumanna þegar hraði ökutækis er ákveðinn eða ekið er undir áhrifum áfengis. Stundum fer þetta tvennt saman, oft með hræðilegum afleiðingum. Vakin var athygli á því fyrir tveimur vikum, að þeir sem ekki hafa náð 18 ára aldri eru börn. Nú er komið að því að Alþingi banni börnum að aka bílum og hækki aldurinn til bílprófs að minnsta kosti í átján ár! Foreldrarnir munu ekki gera það.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli