Frétt

Jóhanna Sigurðardóttir, alþm. | 05.07.2002 | 15:41Valdabrölt og gylliboð

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Valdabröltið sem nú á sér staða í fjármálaheiminum er afar ógeðfellt. Fimm stofnfjáreigendur fara í það verk að fá aðra stofnfjáreignedur með gylliboðum til að færa Búnaðarbankanum SPRON á silfurfati. Fyrir það viðvik fá þeir svo 5-7 milljónir hver sem gerir málflutning þeirra afar ótrúverðugan og er dæmi um fjármálalega spillingu. Í ljósi þeirrar tilraunar sem nú fer fram um misbeitingu á lögunum þarf að skoða hvort ekki sé rétt að fresta gildistöku laganna og takmarka vald stofnfjárfestanna sem er í engu samræmi við eign þeirra í sparisjóðunum. Jafnframt ætti að skylda sparisjóðina til að opna fyrir þann möguleika að fjölga nýjum stofnfjáreigendum um tiltekinn tíma fyrir almenning áður en sparisjóðunum verður breytt í hlutafélög.
Takmarka þarf vald stofnfjáreigenda

Það er óþolandi staða að fámennur hópur stofnfjárfesta hafi vald yfir gífurlega fjármagni sem hann er ekki nema að litlu leyti eigandi að. Ástæða er því til að draga verulega úr vægi atkvæðisréttar sem hlutabréfaeign í sjálfeignarstofnuninni fylgir eftir hlutafélagavæðinguna í ljósi þess alræðisvalds sem stofnfjárfestar hafa. Almenningur sem byggt hefur upp mikinn hagnað í sparisjóðunum með viðskiptum sínum ætti líka að hafa möguleika á að gerast stofnfjáreigendur, sem tryggja myndi valddreifingu. Við afgreiðslu frumvarpsins um heimild til að breyta sparisjóðunum í hlutafélög var felld tillaga okkar í Samfylkingunni um að opna hóp stofnfjáreigenda um tiltekinn tíma fyrir almenningi áður en sparisjóði væri breytt í hlutafélag. Gallinn á núverandi fyrirkomulagi er veik eigin fjárstaða sparisjóða og að fámennur hópur stofnfjárfesta hefur vald yfir gífurlegu fjármagni, sem hann er ekki nema að litlu leyti eigandi að.

Risarnir þrír gleypa sparisjóðina

Málið er líka óeðlilegt út frá þeim sjónarhóli að það er ekki markaðurinn sem verðleggur hlut stofnfjáreigenda, heldur á að færa Búnaðarbankanum SPRON á gjafverði.
Fróðleg verður að sjá afstöðu Fjármálaeftirlitsins til yfirtökunnar og þess að stofnfjáreigendur framselji hlut sinn á hærra gengi en nemur uppfærðu innborgðu stofnfé. Sé það heimilt er allt eins víst að risarnir þrír í bankaheiminum muni fara í harðan slag og gleypa alla sparisjóðina og þeir lognist út af. Það myndi enn ýta undir fákeppni á bankamarkaðnum.
Við slíkar aðstæður mun tiltölulega fámennur hópur stofnfjárfesta sparisjóðanna í landinu fá gjafagróða svo skipt getur milljóna tugum hjá sumum, sem er auðvitað í engu samræmi við stofnframlag þeirra til sparisjóðanna.

Framlög sparisjóðanna til menningar- og líknarmála

Hvað verður þá um mikilvægan skerf sem sparisjóðirnar hafa veitt til menningar og líknarmála? Athyglisvert er að Samband sparisjóða getur ekki upplýst hvað sparisjóðirnir hafa gegnum árin veitt árlega til þessara mála. Ég hef kallað eftir þeim upplýsingum og mun væntanlega fá þær fljótlega. Fróðlegt verður að bera saman hvort þær fjárhæðir séu í einhverju samræmi við framlagið sem Búnaðarbankinn ætlar að veita til menningar- og líknarmála fái hann SPRON á gjafverði.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Pistillinn birtist á heimasíðu Jóhönnu Sigurðardóttur.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli