Frétt

Leiðari 33.tbl. 2000 | 16.08.2000 | 16:42Forsetaembættið

Þriðjungur þingmanna greiddi Sveini Björnssyni, fyrsta forseta lýðveldisins ekki atkvæði. Þeir kunnu ekki að meta afstöðu og afskiptasemi ríkisstjórans. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gengu fram fyrir skjöldu fyrir kjöri Bjarna Jónssonar, vígslubiskups, sem forseta að Sveini látnum. Það dugði þó ekki til. Ásgeir Ásgeirsson naut mikils fylgis stuðningsmanna beggja þessara flokka. Í þessu kosningum var lögð mikil áhersla á að reynsla Ásgeirs, sem stjórnmálamanns, myndi gagnast honum í embætti.

Dæmið snerist við þegar Kristján Eldjárn og Gunnar Thoroddsen tókust á. Þá sneru einkum kratar við blaðinu og töldu ópólitískan mann betri kost. Fjöldi sjálfstæðismanna hugsaði Gunnari þegjandi þörfina vegna stuðnings hans við tengdaföður sinn á sínum tíma. Kristján Eldjárn er eini forsetinn sem kjörinn hefur verið með meirihluta atkvæða í almennum kosningum. Enginn hinna náði meirihluta greiddra atkvæða.

Þótt af flestum hafi verið talið að forsetaembættið ætti fyrst og síðast að vera sameiningartákn íslensku þjóðarinnar og forsetinn ætti ekki að skipta sér af einu eða neinu, a.m.k. ekki því sem komið gæti illa við stjórnmálamenn, að ekki sé talað um stjórnarherra hvers tíma, hafa alla tíð verið uppi skiptar skoðanir um hlutverk forsetans. Þær raddir hafa heyrst að annað tveggja beri að auka vald forsetans til muna eða hreinlega leggja embættið niður.

Innsetningarræða núverandi forseta er hann tók öðru sinni við embætti hinn 1. ágúst s.l. olli taugatitringi, blaðaskrifum og umræðum í ljósvakamiðlum. Sem vænta mátti sýnist sitt hverjum um innihald ræðunnar. Viðkvæmnin virðist þó nokkuð stéttbundin.

Að frátöldum embættisskyldum hafa forsetar landsins átt það sameiginlegt að halda embættinu til hlés. Á þessu hefur heldur betur orðið breyting og að margra dómi til verri vegar. Glansmyndaseríur að amerískri fyrirmynd eða í evrópskum kóngastíl hugnast ekki öllum, sem annars er hlýtt til forsetaembættisins.

Forsetaembættið snýst ekki um fúllyndi fáeinna pólitíkusa í hvert skipti sem forsetinn segir meiningu sína. Og því síður um framhaldssögur í glanstímaritum broddborgara. Það er orðið tímabært að við gerum upp hug okkar. Hvers konar forseta viljum við hafa ef við á annað borð viljum viðhalda þessu kostnaðarsama embætti? Á málfrelsi hans að takmarkast við mjúku málin? Eru aðstæður almennings í landinu honum óviðkomandi? Eða, þegar allt kemur til alls, viljum við bara halda okkur við sameiningartáknið, sem enginn veit í raun hvað merkir?
s.h.


bb.is | 30.09.16 | 07:50 Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með frétt Ráðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli