Frétt

flateyri.com | 05.07.2002 | 09:33„Vildi helst fara þetta á hverjum degi“

Frá Jónsmessuferð á Ingjaldssand.
Frá Jónsmessuferð á Ingjaldssand.
„Þetta er meiriháttar, við fórum á 50 hestum frá Þórustöðum í Önundarfirði og riðum sem leið lá um Ófæru og fram Valþjófsdal. Þaðan var farin gamla póstleiðin yfir Klúku og út á Ingjaldssand,“ sagði Gretar Þór Sæþórsson, einn þeirra sem tók þátt í hinni árlegu Jónsmessureið þessa leið. Lagt var upp eftir hádegi á föstudeginum fyrir Jónsmessu og klöngrast þessa erfiðu leið yfir Klúku. Leiðin þar upp er afar brött og grýtt þannig að teyma varð hestana síðasta spölinn upp. Gömul reiðgata sem rudd var grjóti á tímum póstferðanna liggur þarna um og er sjáanleg þó mikið grjóthrun hafi gert hana slæma yfirferðar í áranna rás. „Útsýnið af Klúkunni er stórfenglegt enda er hún í meira en 600 metra hæð. Flateyri liggur opin fyrir manni frá óvenjulegu sjónarhorni,“ segir Gretar.
Ferðinni lauk svo í Hrauni á Ingjaldssandi laust eftir kvöldmatinn. Í Hrauni beið ferðalanganna mikill fjöldi fólks sem tók á móti þeim með safaríkum steikum og forvitnilegu gutli. Kvöldvaka var í fjárhúsunum í Hrauni þar sem búið er að gera fyrirmyndar aðstöðu til skemmtanahalds auk þess sem vísir af búvélasafni er í húsunum. Nýuppgerðir traktorar setja þar mikinn svip auk ýmissa annarra tækja og tóla sem notast til sveita.

Á laugardeginum var riðið um Sandinn undir leiðsögn Jóns Guðna Guðmundssonar bónda á Hálsi á Ingjaldssandi. Stoppað var við helstu sögustaði og söngur og söngvatn nutu sín við harmónikkuleik. Ferðin endaði við grillið þar sem um 120 gestir áttu veglega matarveislu og skemmtun þar sem varðeldur og skemmtun fyrir unga sem aldna gerði góða lukku. Börnin kunnu vel að meta skemmtunina og á eftir var dansleikur fyrir þau þar sem öll fjölskyldan sameinaðist í góðri skemmtun. Hápunktur kvöldsins var svo stórdansleikur í fjárhúsunum. Rokkbóndinn góðkunni, Birkir Þór Guðmundsson frá Hrauni, hélt uppi gríðarlegri stemningu langt fram eftir nóttu. Hljómsveitin sem átti að spila mætti ekki en segja má að það hafi ekki komið að sök því enginn verður svikinn af fjöri rokkbóndans.

„Ég hef verið viðloðandi þessar ferðir frá upphafi en þetta er í fyrsta skipti sem ég fer ríðandi. Áður hef ég bara verið vinnudýr en framvegis fer ég gömlu póstleiðina á hesti. Þetta er engu líkt og það ættu allir að prófa þetta. Ég plataði konuna til að koma með og hún var svo ánægð að hún vildi helst fá sér hest hið snarasta“ segir Gretar ánægður.

Sólveig Þrastardóttir kona Gretars segist varla geta beðið í heilt ár eftir að fara aftur. „Helst vildi ég fara þetta á hverjum degi, við vorum ótrúlega heppin með veður. En er ekki alltaf gott veður fyrir vestan?“ spyr hún og brosir.

Á vefsetrinu ingjaldur.is má lesa stórskemmtilega frásögn af svona ferð eftir Eirík Finn Greipsson. Í grein sinni „Safarí hestaferðin sem breyttist í brúðkaup“ rekur Eiríkur raunir óvanra hestamanna og lýsir skemmtilegum félagsskap sem myndast í svona ferðum.

bb.is | 27.10.16 | 07:32 Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með frétt Hrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli