Frétt

mbl.is | 04.07.2002 | 09:45Gjaldskrá hækkuð um 8,5% að meðaltali hjá Íslandspósti

Íslandspóstur hækkaði í gær póstgjaldskrár um 8½ prósent að meðaltali. Þá hefur fyrirtækið auk þess lagt niður sérstaka gjaldskrá fyrir blöð og tímarit og mun breytingin hafa í för með sér umtalsverðar hækkanir á dreifingarkostnaði blaða og tímarita með pósti. Forsvarsmenn Íslandspósts segja að með breytingunum sé verið að tengja gjaldskrár betur við þann kostnað sem hlýst af hverri þjónustugrein fyrir sig.
Að sögn Áskels Jónssonar, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs hjá Íslandspósti, er um að ræða gjaldskrárhækkanir sem áttu upphaflega að taka gildi 1. janúar sl. Í ljósi efnahagsástands í þjóðfélaginu á þeim tíma ákvað stjórn Íslandspósts að fresta þeim um ótiltekinn tíma.

Vegin meðaltalshækkun á gjaldskrám, sem gildi tóku í gær, er 8½ prósent, að sögn Áskels, þar af 7 prósenta hækkun á einkaréttarpósti, þ.e. almennum bréfpósti í innanlandssendingum upp að 250 g og 5-6 prósenta hækkun á sendingum utanlands. Þá hækkar samkeppnispóstur um 10-12% að meðaltali, en til samkeppnispósts teljast bréf þyngri en 250 g auk blaða, tímarita og bögglapósts.

Að sögn Áskels er með breytingunum verið að tengja gjaldskrár við kostnað sem hlýst af hverri þjónustugrein fyrir sig.

Þá leggur Íslandspóstur niður sérstaka gjaldskrá yfir blöð og tímarit sem Áskell segir að sé gamall arfur frá fyrri tíð.

\"Í eldri lögum var gert ráð fyrir að til væri sérstök gjaldskrá fyrir blöð og tímarit sem ráðherra gat á hverjum tíma niðurgreitt ef svo bar undir. Nú er þetta ósköp einfaldlega farið úr lögunum þannig að við erum að bregðast við því,\" segir Áskell.

Með breytingunum fara blaða- og tímaritasendingar inn í hefðbundna bréfagjaldskrá.

Dreifingarkostnaður á eintak úr 30 krónum í 65 kr.

Áskell viðurkennir að um verulega breytingu á gjaldskrá sé að ræða á þessum tilteknu sendingum, sem hafi áður farið allt niður í þriðjung af hefðbundinni bréfagjaldskrá. Sú verðlagning hafi hins vegar verið barn síns tíma og í engu samræmi við tilkostnað.

„Við getum ekki verið með svona gjaldskrá sem gæti hugsanlega verið litið á sem samkeppnishindrandi vegna þess hversu lág hún er,\" segir Áskell Jónsson.

Að sögn Gísla Valtýssonar, framkvæmdastjóra vikublaðsins Frétta í Vestmannaeyjum, kostar gjaldskrárhækkunin útgefendur blaðsins um 950 þúsund krónur aukalega á ári.

Með breytingunum fer dreifingarkostnaður á hvert eintak, miðað við 500 eintök, úr 30 kr. í 65 kr., að sögn Gísla. Hann segir hækkunina umtalsverða fyrir lítið fyrirtæki á borð við Fréttir.

Gísli segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hvernig þessum aukna kostnaði verði mætt. Hins vegar blasi við að þrautalendingin sé sú að bæta kostnaðinum inn í áskriftarverðið.

Fréttir koma út vikulega í 2.000 eintökum. Blaðburðarbörn sjá um dreifinguna í Eyjum en milli fimm og sex hundruð áskrifendur eru á meginlandinu og fá þeir blaðið sent til sín með pósti.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli