Frétt

Kreml.is - Sigurður Pétursson | 02.07.2002 | 19:28Snæfjallaströnd - byggðaþróun í sjónhending

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Ég var fyrir stuttu við opnun byggðasögusýningar á Snæfjallaströnd við norðanvert Ísafjarðardjúp og á rímnahátíð sem haldin var í tengslum við sýninguna. Þetta var magnaður dagur við Djúp. Hátt á annað hundruð manns fyllti kirkjuna í Unaðsdal og félagsheimilið Dalbæ ofan við Bæi á Snæfjallaströnd, og hlýddi á helgistund hefðarklerksins séra Baldurs Vilhelmssonar í Vatnsfirði, rímur úr munni kvæðamanna og fróðleg erindi um Jón lærða, Galdra-Möngu og bæi og sögustaði á ströndinni og í Jökulfjörðum.
Í þessari byggð bjuggu áður hundruðir manna og lifðu á sjósókn og skepnuhaldi; því sem landið og sjórinn gaf. Nú eru þar aðeins eyðijarðir og nokkur sumarhús, þar sem dvalið er á sumrin. Þó sveitin lifnaði við eina helgi, kirkjan fylltist af söng og tilfinningaþrunginni ræðu prestsins, samkomuhúsið troðfylltist, sögur væru sagðar, rímur kveðnar, söngur kyrjaður við varðeld og gleði á hverri brá, sat söknuður í brjóstinu. Allt það líf sem þarna var lifað fram á síðustu áratugi er nú horfið og með því verkmenning, búskaparhættir og staðarþekking, lifandi saga og menning, sem þróast hafði kynslóð fram af kynslóð. Nema það sem varðveist hefur í minningum og sögum og opinberum skjölum.

Hluta af því má sjá á skemmtilegri og fróðlegri byggðasýningu í Dalbæ á Snæfjallaströnd, sem ber heitið Horfin býli og huldar vættir. Þar hafa ungir menn sem rætur eiga í héraðinu brugðið upp ljóslifandi myndum af mannlífi og atvinnuvegum byggðarinnar síðustu aldir, með ljósmyndum, uppdráttum, textabrotum, sögum og mannlýsingum. Allt sett fram á lifandi og aðgengilegan hátt. – Til að komast á staðinn úr Reykjavík er best að aka norður á Hólmavík, yfir Steingrímsfjarðarheiði og út Langadalsströnd um Kaldalón og þá er komið á Snæfjallaströnd. Tekur um fjóra tíma.- Náttúrufegurð er mjög sérstæð á leiðinni.

Eftir að hafa velt sér upp úr rímum og sögum á Snæfjallaströnd, gerðist hinsvegar áleitin sú spurning, hvort sú þróun sem þar varð, og í fleiri harðbýlum héröðum hér á landi, væri óumflýjanleg. Byggðir eyðast, vegna þess að fólkið flytur burt. Afkomumöguleikar eru ekki þeir sömu og annarsstaðar. Litlar jarðir sem áður komust af við sambýli við gjöful fiskimið, hafa engan grundvöll lengur. Slíkar sveitir geta ekki fært fólki það líf sem við flest kjósum á 21. öld. Árabátaútvegur og smábúskapur eru liðin tíð. Þau lífsskilyrði sem þau buðu voru aldrei til að hrópa húrra fyrir, og að flestu leyti er ekki eftirsjá að þeim. Blómatími þessara byggða var frá 1860 til um 1920, þegar árabátaútvegur og saltfiskvinnsla var undirstaða verslunargróða og batnandi lífskjara í landinu. Þegar vélbátaöldin gekk í garð byrjaði undanhaldið, og framfarir í landbúnaði og fiskverkun gerðu smám saman út um þessar byggðir.

Á fyrri hluta 20. aldar byggðust bæirnir, en þó mest Reykjavík. Vélbátar og togarar, fiskvinnsla, verslun og þjónusta styrktu bæina á kostnað sveitanna. Fólk flutti úr sveitum í nálæg kauptún og sjávarþorp. Og þó sjálfstæðisbaráttan og stríðsárin hafi styrkt Reykjavíkursvæðið, þá áttu sjávarþorpin séns alveg fram á skuttogaratímann eftir 1970. Þá gekk í garð síðasti blómatími kaupstaðanna við sjóinn. Ísafjörður, Bolungarvík, Skagaströnd, Ólafsfjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Vestmannaeyjar, Sandgerði. Þessir bæir blómstuðu allir á tímabili skuttogaranna, en eiga nú allir í vörn. Minni sjávarþorp og fornfrægir útgerðarstaðir eiga í enn meiri vök að verjast.

Síðustu tvo áratugi hefur orðið mikil breyting. Fiskvinnslan hefur flust út á sjó, í frystitogarana. Það er hagkvæmara en steypa upp fiskvinnslustöðvar í landi. Þjónusta hverskonar, bæði opinber og á frjálsum markaði, er orðin lifibrauð meirihluta starfandi manna. Og þjónustan er mest þar sem fólkið er flest. Þangað flytur fólkið og um leið aukast atvinnutækifærin fyrir fleiri til að veita aukna þjónustu enn fleira fólki og svo koll af kolli. Fólki fækkar á landsbyggðinni, en fjölgar í fjölmenninu. Þeir kaupstaðir út á landi sem bæta stöðu sína, eru þeir sem eru innan klukkutíma radíuss við höfuðborgina; Akranes, Borgarnes, Selfoss og Reykjanesbær. Akureyri stendur í stað, og aðrir eru í vörn.

Þessi þróun er staðreynd, og ekki einsdæmi hér á landi. Við getum allt eins litið til Noregs og Danmerkur. Þar hefur sama þróun átt sér stað. Osló, Kaupmannahöfn og Árósar eru miðjurnar sem safna til sín fólki og fyrirtækjum. Nálægir bæir njóta góðs af, en útskagar og dreifbýli missa fólk. Stjórnvöld hafa reynt að hamla gegn þessari þróun með margvíslegum hætti, hér á landi og í nágrannalöndum, en yfirleitt með litlum árangri

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli