Frétt

mbl.is | 02.07.2002 | 19:19Framkvæmdir við bílastæðahús undir Tjörninni gætu hafist á haustmánuðum

Ístak fékk hæstu einkunn í lokuðu alútboði á bílakjallara undir Tjörninni sem hugmyndir eru um að byggja. Tilboð Ístaks var jafnframt lægst og hljóðaði upp á 719 milljónir króna eða 3,1 milljón á hvert bílastæði. Niðurstöðurnar voru kynntar á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag en auk Ístaks tóku Íslenskir aðalverktakar annars vegar og Eykt í samvinnu við MTHøygaard A/S hinsvegar þátt í útboðinu. Skilaði Ístak tveimur tillögum sem hlutu einkunnirnar 90,1 stig og 85,7 stig. Tillaga ÍAV hlaut 83,1 stig en Eykt skilaði tveimur tillögum sem hlutu 77,3 stig og 73,7 stig.
Sú tillaga Ístaks sem þótti hagstæðari gerir ráð fyrir tvílyftu bílastæðahúsi í norð-austurhorni tjarnarinnar þar sem rými yrði fyrir 231 bílastæði. Inn- og útkeyrslurampar að húsinu liggja í gegn um Mæðragarðinn við Lækjargötu og undir Fríkirkjuveg. Aðgangur fótgangandi er í gegnum lyftu, sem hugmyndir eru um að koma fyrir í turni, sem fluttur verður úr Mæðragarðinum og settur niður vestan Lækjargötu. Sömuleiðis verður stigi í norðausturhorni hússins.

Framkvæmd verksins verður með þeim hætti að í byrjun verður stálþil rekið niður umhverfis byggingarreitinn og það þéttað þannig að reiturinn þurrkist upp á meðan á framkvæmdunum stendur. Eftir að framkvæmdum lýkur verður þilið fjarlægt og vatni hleypt á reitinn á ný. Kom fram í máli Stefáns Hermannssonar bæjarverkfræðings og fleiri á fundinum að þetta hafi einnig verið gert þegar Ráðhús Reykjavíkur og bílastæðahús undir því var í byggingu og í raun hafi verkfræðingar borgarinnar öðlast víðtæka þekkingu á botni og lífríki Tjarnarinnar við þá framkvæmd.

Á fundinum kom fram að borgaryfirvöld hafa ekki tekið endanlega afstöðu til málsins. Ráðist hafi verið í alútboðið með það að sjónarmiðið að ekki yrðu gerðar breytingar á skipulagi miðborgarinnar fyrr en fyrir lægi hvort tillögurnar þættu raunhæfar. Alútboðið hafi sýnt að sú sé raunin.

Að sögn Ólafs Bjarnasonar, forstöðumanns hjá Borgarverkfræðingi, mun málið nú í framhaldinu fara til umfjöllunar í nefndum og ráðum bæjarins. Þá taki við gerð deiliskipulags og mat á ýmsum þáttum, þar á meðal umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar þar sem almenningi gefst kostur á að koma athugasemdum sínum á framfæri, ef einhverjar eru.

Kom fram að gangi allt að óskum sé hugsanlegt að framkvæmdir hefjist á komandi hausti en taka þarf tillit til varptíma fugla á tjörninni við val á byrjunartíma verksins. Verði ekki hægt að byrja í haust gæti verið að ekki yrði hafist handa fyrr en í mars á næsta ári.

Gert er ráð fyrir að röskun vegna framkvæmdanna standi yfir í um eitt ár. Kom fram í máli bæjarverkfræðings að þegar er byrjað að huga að mótvægisaðgerðum til að vernda fuglalíf á meðan á framkvæmdunum stendur. Þá kom fram að jákvæð áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið verða þau að gert er ráð fyrir að hreinsa þungamálma úr setlögum tjarnarinnar að einhverju leyti áður en þeim er komið fyrir á ný ofan á þaki hússins.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli