Frétt

| 14.08.2000 | 16:36Íslenskt fé til flugvallargerðar

Sturla Böðvarsson í Grænlandi ásamt Jónatan Motzfeldt og föruneyti.
Sturla Böðvarsson í Grænlandi ásamt Jónatan Motzfeldt og föruneyti.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fór til Ittoqqortoormiut (Scoresbysund) á Grænlandi sl. föstudag ásamt Jónatani Motzfeldt, formanni grænlensku landstjórnarinnar, Steffen Ulrich-Lynge landsstjórnarmanni samgöngumála, og embættismönnum. Erindið var að kynna fyrir heimamönnum fyrirhugað flugvallarstæði í Ittoqqortoormiut en íslensk stjórnvöld munu leggja Grænlendingum lið við gerð vallarins. Til verksins er veitt fimmtán milljónum króna á fjárlögum íslenska ríkisins í ár.
Farið var frá Reykjavík á föstudagsmorgun og flogið til Nerlerit Inaat, betur þekkt sem Constable Pynt eða Punkturinn. Flugbrautin þar var á sínum tíma gerð af olíuleitarfyrirtæki. Hún er ákaflega illa í sveit sett fyrir þorpið sem hún í raun þjónar í dag, þ.e. Ittoqqortoormiut, en þar á milli verður að fara í þyrlu.

Auk þess sem fyrirhugað vallarstæði var skoðað var haldinn fundur með heimamönnum um möguleika á því að ýta undir ferðaþjónustu á svæðinu. Mjög stutt er frá Vestfjörðum yfir Grænlandsssund og norður til Ittoqqortoormit. Telja má líklegt, að með tilkomu flugvallar á þessum stað geti umferð ferðafólks og annarra milli Íslands og Grænlands stóraukist.

Í föruneyti samgönguráðherra var m.a. aðstoðarmaður hans, Jakob Falur Garðarsson. „Að loknum hádegisverði í boði heimamanna funduðu Grænlendingarnir um ýmis mál“, sagði Jakob Falur, „en við Íslendingarnir fengum fylgdarmann til að ganga með okkur um bæinn og meðal annars var komið við í skólanum og kaupfélaginu. Öll aðföng eru þarna með eindæmum erfið, því að höfnin er aðeins opin í sex til átta vikur á ári eða frá miðjum júlí og fram í september að jafnaði. Á þessum tíma koma venjulega tvö flutningaskip til bæjarins með vistir fyrir næsta ár. Á bryggjusporðinum er skemma ein mikil sem geymir allan vetrarforða bæjarbúa“, sagði Jakob Falur.

Seinni hluta föstudags var haldið af stað til baka og flogið suður með ströndinni til Kulusuk en þaðan var þyrluflug til Tasillaq. Þar var snæddur kvöldverður í boði landsstjórnarinnar og gist á Hótel Ammasalik en haldið heim til Íslands daginn eftir.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli