Frétt

Á ferð um Vestfirði 2002 | 27.06.2002 | 16:22Auðveld sex daga ferð á sjó og landi um Hornstrandasvæðið

Á gúmmítuðru á leið út í Pólstjörnuna. Gísli Hjartarson leiðsögumaður í stafni ef stafn skyldi kalla á svona bát.
Á gúmmítuðru á leið út í Pólstjörnuna. Gísli Hjartarson leiðsögumaður í stafni ef stafn skyldi kalla á svona bát.
Nú er tækifærið fyrir þá sem vilja heimsækja undraveröld Hornstranda og Jökulfjarða án of mikillar fyrirhafnar. Ýmist er siglt á góðum farþegabáti eða gengið án farangurs. Allar nætur er gist í húsum með rúmstæðum og dýnum og fullt fæði er innifalið í verðinu. Þessar ferðir henta vel þeim sem vilja komast hjá því að ganga með allan búnað á bakinu og sofa í tjöldum í hvaða veðri sem er.
Það eru tveir vestfirskir útilegumenn, þeir Gísli Hjartarson og Úlfar Ágústsson, sem taka viðvaninga í útilífi með sér í þessar ferðir um undraheim Hornstranda. Farið er á tæpri viku á sjó og landi um allt svæðið frá Jökulfjörðum að Dröngum í Strandasýslu.

Ferðirnar hefjast á Ísafirði 1. júlí og 19. júlí og standa í fulla sex daga. Þar gefst fólki kostur á að skoða ýmist af sjó eða í gönguferðum allt Hornstrandasvæðið frá Jökulfjörðum að Dröngum í Strandasýslu. Gist er í gamla íbúðarhúsinu þeirra Lillu og Ragnars í Reykjarfirði fyrstu þrjár næturnar, síðan í fallegum sumarbústað í Fljótavík og loks á Hesteyri.

Allar gönguleiðir er hægt að stytta ef einstakir þátttakendur vilja. Ef fólk vill kanna getu sína til að fara þessa ferð má prófa það á eftirfarandi hátt (í Reykjavík):

Hver sem getur á um það bil 8 tímum gengið frá Lækjartorgi að Perlunni og þaðan göngustíginn út á Seltjarnarnes með matarbita og hlífðarföt í poka á bakinu, getur óhikað farið í þessa ferð.

Vestfirskir útilegumenn stýra för

Leiðsögumaður er Gísli Hjartarson ritstjóri á Ísafirði, sem eftir margra áratuga sumardvalir á svæðinu er meðal allra kunnugustu og fróðustu manna um þessar slóðir, en hann hefur auk þess skrifað fjölda greina um ferðalög á Hornströndum. Gísli gengur með hópnum og les í landið, segir frá mönnum og málefnum, bæjum og búnaði og glæðir sérstöku lífi þetta stórbrotna eyðiland.

Leiðangursstjóri og kokkur er Úlfar Ágústsson kaupmaður og skipstjóri á Ísafirði, en hann fer með allan farangur leiðangursfólks og matarforða á milli staða á báti sínum Pólstjörnunni. Hann sér til þess að kaffi og heitur grautur og sitthvað fleira bíði þegar ferðalangar koma göngumóðir í áfangastað.

Ferðast er með góðum sérbúnum farþegabát á milli staða. Rétt er að taka fram að þar sem engar hafnir eru á Hornströndum þarf alls staðar að fara milli skips og land á gúmmítuðrum.

Heilsað upp á bjargfugl og farið í selkjötsveislu

Lengstu gönguferðirnar eru úr Hrafnfirði í Reykjarfjörð, en þá göngu má stytta um helming með léttri göngu að sjó í Furufirði, og gangan úr Fljótavík að Hesteyri. Henni má sleppa en sigla í staðinn fyrir Straumnes og skoða Aðalvík og Grænuhlíð af sjó og heilsa upp á fuglinn í Stapanum undir Ritnum.

Áhugaverðustu hlutar ferðarinnar eru líklega heimsókn til heimilisfólksins að Dröngum og selkjötsveislan þar, sund í lauginni í Reykjarfirði og gönguferðir á Hornbjarg og Geirólfsgnúp. Nánari upplýsingar um ferðatilhögun ásamt myndum úr fyrri ferðum er að finna á heimasíðunni www.vesturferdir.is þar sem smellt er á „Hornstrandaferðir með heimamönnum“.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli