Frétt

Á ferð um Vestfirði 2002 | 27.06.2002 | 15:47Nokkur helstu söfn á Vestfjörðum

Yfirgripsmikið sjóminjasafn í „Turnhúsinu“, einu fjögurra gamalla og uppgerðra húsa í „Neðstakaupstað“ á Skutulsfjarðareyri (gamla bænum á Ísafirði). Neðstikaupstaður er best varðveitta þyrping timburhúsa frá síðari hluta 18. aldar hér á landi. Þar voru bækistöðvar erlendra kaupmanna en nú eru þar safngripir innandyra og utan.
Neðstikaupstaður er fjögur hús sem voru friðlýst árið 1975. Turnhúsið var reist árið 1784 og var notað sem pakkhús og fiskverkunarhús. Annað gamalt pakkhús er Tjöruhúsið sem er jafnframt elsta húsið í þessari þyrpingu eða frá 1751. Hin tvö húsin eru Krambúðin frá 1751 og Faktorshúsið sem var reist árið 1765 sem íbúðarhús verslunarstjórans (faktorsins).

Í Neðstakaupstað er menningin í hávegum höfð en þar er boðið upp á alls kyns uppákomur yfir sumartímann. Allir sem til Ísafjarðar koma ættu að gera sér ferð í Neðstakaupstað og njóta þess að skoða húsin þar og þær sýningar sem eru í gangi hverju sinni. Andrúmsloftið er einstakt og upplifunin eins og að hverfa um aldir aftur í tímann.


Bæjar- og héraðsbókasafnið – Héraðsskjalasafnið á Ísafirði

Skjala-, bóka- og ljósmyndageymslur í Gamla sjúkrahúsinu á Eyrartúni á Ísafirði. Safndeildir eru á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri, auk minni deilda á Hrafnseyri, Höfða í Dýrafirði, á Ingjaldssandi og í Holti í Önundarfirði.


Listasafn Ísafjarðar

Listasafnið var stofnað árið 1983 og á nú um 100 listaverk. Ætlunin er að setja upp myndlistarsýningu í Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði sem búið er að lagfæra að mestu leyti og verður framvegis Safnahús Ísafjarðar. Sum listaverk safnsins eru til sýnis víðs vegar um bæinn.


Ósvör í Bolungarvík

Endurgerð verbúð, hjallur, salthús, spil, fiskreitur og sexæringur frá seinni hluta 19. aldar (lokum árabátatímabilsins). Staðurinn ber með sér blæ liðinna tíma og geysifróður leiðsögumaður segir frá og gerir safnið hið líflegasta. Safngripir eru bæði innan dyra og utan. Inni eru gögn og búnaður sem tilheyra tímum árabátanna, eins og skinnklæði sjómanna og ýmis verkfæri og munir sem voru nauðsynlegir vermönnum til daglegra nota. Geir Guðmundsson safnvörður er oft í skinnklæðum og fiskur hangir í trönum.


Vigur í Ísafjarðardjúpi

Eyjan Vigur er víðfræg enda má segja að hún sé eitt allsherjar safn. Einn bóndi er í Vigur ásamt stórfjölskyldu sem stundar hefðbundinn búskap og æðardúntekju. Í Vigur má finna einu vindmyllu landsins. Þar er hið vel þekkta Viktoríuhús frá 19. öld sem nýlega hefur verið endurbætt og nýtist nú ferðamönnum. Vesturferðir sjá um skipulagningu á ferðum út í Vigur. Farið er daglega frá Ísafirði á sumrin.


Minjasafn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri

Jón Sigurðsson forseti fæddist á Hrafnseyri 17. júní 1811 en hann varð einn helsti fræðimaður þjóðarinnar og jafnframt forystumaður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Á Hrafnseyri er ljósmyndasýning um líf og starf Jóns, endurgerður fæðingarbær hans (burstabær) og þar er einnig að finna gripi, bækur, myndir og aðra markverða hluti úr eigu hans. Kaffi og með því í notalegu umhverfi.


Minja- og flugminjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti

Fjölbreytt minjasafn að Hnjóti í Örlygshöfn við sunnanverðan Patreksfjörð, þar sem áhersla er lögð á atvinnutæki fyrri tíma til lands og sjávar á sunnanverðum Vestfjörðum, verkfæri, veiðarfæri og búsáhöld. Sagan um lífsbaráttu genginna kynslóða og frumherja þess nýja er sögð í máli, myndum og hlutum úr fortíð og fram á okkar daga. Einnig er á staðnum stórmerkilegt flugminjasafn opnað var árið 2000. Kaffiveitingar og minjagripabúð.


Melódíur minninganna – tónlistarsafn á Bíldudal

Safnið Melódíur minninganna á Bíldudal var opnað í júní 2002. Safnið hefur að geyma tónlist og muni og myndir úr lífi margra þekktra og virtra tónlistarmanna á 20. öld. Hinn vinsæli söngvari Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal hefur komið þessu safni upp af mikilli eljusemi.


Alþjóðlega dúkkusafnið á Flateyri

Brúðusafnið er einn af fyrstu vísunum að nýju safni á Flateyri eftir að minjasafnið þar eyðilagðist í snjóflóðinu árið 1995. Safnið er gjöf þýskra hjóna, sem búsett eru í Berlín. Að hluta til er safninu ætlað að styðja við ferðaþ

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli