Frétt

Á ferð um Vestfirði 2002 | 27.06.2002 | 15:32Vermaðurinn í Ósvör í Bolungarvík

Geir Guðmundsson situr skinnklæddur við verbúðina í Ósvör í Bolungarvík og bíður – ekki eftir sjóveðri heldur ferðafólki.
Geir Guðmundsson situr skinnklæddur við verbúðina í Ósvör í Bolungarvík og bíður – ekki eftir sjóveðri heldur ferðafólki.
Skinnklæddi maðurinn í Ósvör í Bolungarvík, íslenski vermaðurinn, fiskimaðurinn, sem prýddi forsíðu ferðablaðsins í fyrra – með árunum er hann orðinn eitt af þekktustu táknum eða kennileitum Vestfjarða líkt og Hornbjarg eða Jón forseti. Þessi maður sem lítur út fyrir að vera nafnlaus fulltrúi horfinna tíma, tákngervingur frá því löngu fyrir daga kennitalna og greiðslukorta og annarra fyrirbæra af því tagi – hann ber vissulega bæði nafn og kennitölu og hugsanlega einnig greiðslukort í vasanum.
Þetta er Geir Guðmundsson – Geir í Ósvör – og hann er hvort tveggja í senn, safnstjóri og safngripur. Geir tekur á móti gestum í Ósvör í Bolungarvík í búningi sem hæfir staðnum – lifandi minjasafni um útgerðarhætti fyrri tíma á Íslandi.

Bolungarvík er nefnd elsta verstöð Íslands – þar nam land Þuríður sundafyllir, sem „setti“ Kvíarmið á Ísafjarðardjúpi, eins og það er orðað í Landnámabók, en þetta orðalag má ef til vill skilja á mismunandi hátt. Og síðan hafa Bolvíkingar róið til fiskjar á sínum litlu bátum, lítið breyttum þangað til fyrsta vélin var sett í íslenskan fiskibát hér vestra fyrir réttum 100 árum – árið 1902 – eða nokkru eftir daga Geirs Guðmundssonar, ef marka má klæðnað hans og allan búnað.

Í safnið í Ósvör kemur mikill fjöldi erlendra ferðamanna á hverju sumri, auk hinna innlendu. Sagt er að Geir eigi það til af prakkaraskap sínum, þegar rúta er að koma með ferðamenn, að sitja grafkyrr við gömlu verbúðina á meðan fólkið kemur labbandi og uggir ekki að sér og heldur að þarna hafi verið stillt upp svona ansi raunverulegri brúðu eða gínu í skinnklæðum. Og þá getur gestum brugðið fremur hastarlega þegar brúðan fer allt í einu að hreyfa sig og stendur upp og býður gúmoren.

Í vörinni framan við verbúðina er sjófær sexæringur, fiskur hangir í hjalli en uppi á lofti í verbúðinni eru flet vermanna. Niðri eru veiðarfæri, tæki og tóli en Geir sýnir handbrögðin sem eitt sinn voru viðhöfð og útskýrir alla hluti.

Vegalengdin frá Ísafirði og út í Ósvör er aðeins rúmlega 10 kílómetrar. Og leiðin þangað, um Óshlíðina frægu, gegnum vegskálana og meðfram girðingum og grjótpylsum og öðrum ofanflóðavörnum, er þess virði ein og sér að bregða sér til Bolungarvíkur.

Frá Ósvörinni eru aðeins um fjórir kílómetrar inn í Bolungarvíkurkaupstað. Meðal þess sem þar er sjálfsagt að heimsækja í sömu ferð er Náttúrustofa Vestfjarða sem þar er í björtum og glæsilegum húsakynnum í sambýli við Náttúrugripasafn Bolungarvíkur.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli