Frétt

Á ferð um Vestfirði 2002 | 27.06.2002 | 15:27Djúpavík á Ströndum og Djúpavíkurhátíð

Djúpavík á Ströndum.
Djúpavík á Ströndum.
Djúpavíkurhátíðin á Ströndum sem jafnan er haldin síðsumars er einstök í sinni röð, þó ekki væri nema fyrir staðinn þar sem hún er haldin. Að þessu sinni verður hátíðin helgina í miðjum ágústmánuði eða dagana 16.-18. ágúst. Þar verður að venju fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna með tónlist og söng og margvíslegum uppákomum frá föstudegi til sunnudags. Fyrir hátíðinni standa hótelhaldararnir á Djúpavík, þau Eva og Ásbjörn, og veita nánari upplýsingar í síma 451 4037.
Hótel Djúpavík á Ströndum er eitthvert sérstæðasta hótel Íslands og þótt miklu víðar væri leitað. Og jafnvel þótt þetta einstæða heilsárshótel (!) á þessum afskekkta stað væri alls ekki þarna, þá væri staðurinn samt fullkomlega þess virði að gera sér þangað ferð.

Saga Djúpavíkur er ævintýri, í einu orði sagt. Reyndar er iðulega talað um Djúpavíkurævintýrið. Á þessum stað var engin byggð þegar síldarsöltun hófst þar undir lok fyrri heimsstyrjaldar og mikinn fjölda fólks dreif þangað til vinnu víða af landinu. Bryggjur voru gerðar og síldarplön, íbúðarhús og verslanir risu. En svo kom kreppan mikla og skyndilega var allt búið.

Um miðjan fjórða áratug nýliðinnar aldar var önnur atrenna gerð að atvinnumálum á Djúpavík og öllu stærri hinni fyrri. Þá var reist þar risavaxin síldarverksmiðja, stærsta steinsteypta hús sem byggt hafði verið á landinu og búin hinum fullkomnustu tækjum til lýsisbræðslu og mjölvinnslu. Umsvifin voru ævintýraleg. En svo hvarf síldin og fólkið fór burt.

Eftir standa minnismerkin um þessi miklu umsvif, þar á meðal verksmiðjan mikla, ógnvekjandi og dularfull eins og í bók eftir Enid Blyton. Og „Kvennabragginn“ svokallaði, sem hugsjónahjónin Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Þorgilsson gerðu upp fyrir hálfum öðrum áratug og breyttu í hótel og reka enn.

Náttúrufegurðin á þessum slóðum er einstök og alltaf ný með nýjum árstíma – vetur, sumar, vor og haust. Djúpavík er sérlega heppilegur staður til dvalar fyrir skáld.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli