Frétt

| 11.08.2000 | 14:58Landsbyggðinni, einkum Vestfjörðum, blæðir ört út!

Hagstofa Íslands telur íbúafjölda á Íslandi tæplega tvö hundruð sjötíu og níu þúsund manns 1. desember 1999. Á Íslandi fjölgaði um 1,23% milli áranna 1998 og 1999. Á höfuðborgarsvæðinu var fjölgunin rúm tvö prósent og á Vestfjörðum fækkaði um 3.39%. Frá árinu 1990 hefur íbúum Vestfjarða fækkað um rúmlega fimmtán prósent og voru aðeins um átta þúsund og þrjú hundruð, og hefur enn fækkað um rúmt hundrað. Í sveitum Vestfjarða búa innan við eitt þúsund manns. Konur eru mun færri en karlar í fjórðungnum, þótt Þingeyri skeri sig nokkuð úr, en þar eru þær mun fleiri en karlar. Konur eru mun fleiri en karlar á höfuðborgarsvæðinu.

Hvað segja þessar tölur okkur? Áður en því verður svarað er rétt að leiða hugann að viðbrögðum sveitarstjórna á undanförnum árum og því hvort yfirleitt muni einhverra að vænta nú. Eftir því sem fleiri flytja brott verður búseta hinna, sem eftir sitja, minna eftirsóknarverð. Þessi staðreynd hefur áður verið gerð að umræðuefni hér. Fólksfækkun er einnig mikil á Norðurlandi vestra og Austurlandi. Á þessi hluti landsbyggðarinnar sér framtíð? Að óbreyttu verður svarið nei.

Þróunin er ískyggileg. Byggð á Vestfjörðum hrakar óðfluga. Samþykktir sveitarstjórna breyta engu, því miður. Þær eiga erfitt starf fyrir höndum og halda ekki í íbúana, eins og reynslan sýnir. Atvinnulífið ræður miklu. Eignir sveitarfélaganna í fyrirtækjum hafa stundum farið fyrir lítið. Hrakfarasaga eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Básafelli er glöggt dæmi. Ekki má láta reka á reiðanum. Mjög brýnt er að leita ráða færustu sérfræðinga, brjóta odd af oflætinu og senda ríkisstjórninni neyðarkall. Þingmenn setja lög. Kalla verður þá til ábyrgðar. Allir sem fást við umönnun sjúklinga vita að blæði þeim, verður að stöðva blæðinguna strax, annars deyr sá sem í hlut á. Honum blæðir út. Byggð á stórum hluta Íslands blæðir ört út, fyrst og fremst á Vestfjörðum. Vill einhver halda byggð í þessum héruðum? Hverjir munu svara?

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli