Frétt

mbl.is | 26.06.2002 | 09:39Atlanta bætir tveimur breiðþotum í flotann

Flugfélagið Atlanta hefur tekið á leigu tvær B767-300ER-breiðþotur sem verða í verkefnum fyrir Southern Winds-flugfélagið í Argentínu. Flogið verður einkum milli Cordoba og Buenos Aires í Argentínu og Miami í Bandaríkjunum. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir að þetta sé fyrsta langtímaverkefni fyrirtækisins í Suður-Ameríku en samningurinn er til eins árs og hefst flugið 15. júlí næstkomandi. Atlanta verður þá alls með 21 breiðþotu í rekstri.
Fyrr í mánuðinum samdi Flugfélagið Atlanta um leigu á tveimur 767-300ER-þotum. Er önnur þeirra með heimahöfn í Dublin á Írlandi og flýgur fyrir Aviajet með írska ferðamenn til sólarlanda. Hin er nýkomin í verkefni fyrir Aeromar í Dóminíska lýðveldinu og flýgur milli Santo Domingo og Miami og New York.

Hafþór Hafsteinsson segir að hugsanlegt sé að Atlanta fái fleiri verkefni í löndum Suður-Ameríku, ekki síst við flug til Bandaríkjanna.

Flugmenn Atlanta fljúga nýju þotunum og segir Hafþór fyrirtækið hafa ráðið allmarga flugmenn til viðbótar á síðustu vikum og mánuðum, m.a. nokkra sem sagt hafði verið upp hjá Flugleiðum. Flugmenn Atlanta og flugvélstjórar eru nú alls um 250.

Þá segir forstjórinn að sífellt sé verið að leita fleiri verkefna fyrir flugflota Atlanta og ekki síst sé lögð áhersla á fraktflug um þessar mundir. Ýmsir möguleikar séu í Asíu, t.d. Malasíu, Suður-Kóreu, Hong Kong og Kína. Gallinn sé hins vegar sá að þessi lönd veiti flugfélögum ekki leyfi til að bjóða flugfélögum í viðkomandi löndum þjónustu sína nema í gildi séu loftferðasamningar við heimaland viðkomandi flugfélags. Þetta er afmarkað við mörg Asíulönd og er yfirleitt ekki skilyrði í öðrum löndum heims. Slíkir samningar eru ekki í gildi milli Íslands og þessara Asíulanda og segir hann þetta vera farið að takmarka möguleika Atlanta til verkefna í þessum heimshluta. Hefur félagið nýverið ritað samgönguyfirvöldum bréf og óskað eftir að gert verði átak í því að koma slíkum samningum á. Það eru einungis 12 loftferðasamningar í gildi milli Íslands og annarra landa. Þeir voru flestir gerðir á sjötta og sjöunda áratugnum og fáir eftir það, að sögn Hafþórs, sem segir brýnt að fjölga slíkum samningum.

Með áðurnefndum nýjum samningum eru B767-þotur Atlanta orðnar átta. Hinar vélarnar fjórar eru í verkefnum fyrir Excel Airways, þrjár þotur, og fljúga þær út frá Gatwick í London og Nigeria Airways er með eina þotu í verkefnum milli Lagos og Dubai og Jeddah. Auk B767-flotans rekur félagið eina B747-100-þotu, þrjár 747-300 og níu 747-200-þotur og eru tvær þeirra síðastnefndu fraktvélar.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli