Frétt

kreml.is - Hreinn Hreinsson | 25.06.2002 | 22:47Verður pabbi dáinn í sófanum þegar ég er búinn að leika mér?

Hreinn Hreinsson.
Hreinn Hreinsson.
Að undanförnu hefur birst á skjánum sérstaklega ógeðfelld auglýsing þar sem maður liggur látinn í sófa á heimili sínu og í bakgrunni eru barnsraddir sem benda til þess að þar séu börn að leik. Síðan er sami maður sýndur í líkhúsi eftir að tilkynnt hefur verið að hann hafi reykt sína síðustu sígarettu. Skilaboðin eru skýr - ef þú reykir þá er hætta á að þú látir lífið fyrir aldur fram. Allt í fína að minna fullorðna fólkið á þennan sannleik en ég velti fyrir mér hvort æskilegt sé að hræða börn með þessum hætti og þá jafnframt hvort þessari auglýsingu sé beint gegn börnum.
Þessar auglýsingar eru á vegum Tóbaksvarnarnefndar sem nú kallar sig Reyklaus.is. Frá þessu ríkisrekna áróðursbatteríi hafa komið margar prýðis auglýsingar á síðustu árum og virðist sem tónninn sé smátt og smátt að verða harðari. Við höfum séð auglýsingar þar sem tjara vellur út úr lungum, séð lungu verða svört í kjölfar reykinga, séð tippi verða lin vegna reykinga og séð hvernig pissað er í sundlaug og fleira mætti nefna. Oft hefur vel tekist til enda skilaboðin skýr og beint til þeirra sem í hlut eiga.

En í auglýsingunni þar sem pabbinn liggur dauður á sófanum fyrir framan sjónvarpið á meðan börnin eru að leik finnst mér of langt gengið. Vísa ég þá til þess að verið er að kalla fram eftirfarandi hugrenningatengsl hjá börnum:

Ef pabbi minn reykir þá getur hann dáið, jafnvel á sófanum heima hjá okkur á meðan ég er að leika mér.

OK - fólk deyr af völdum reykinga og það gerist ekki bara á spítölum heldur líka á heimilum. Fullorðið fólk veit að reykingar eru hættulegar og að í reykingum felst því mikil áhætta sem getur haft afar slæm áhrif á reykingamanninn og fjölskyldu hans. Börn vita líka að reykingar eru hættulegar enda er það kennt í skólum. Sjálfur tók ég þátt í átaki gegn reykingum á heimili vinar míns þegar e´g var 8 eða 9 ára. Þá límdum við límmiða gegn reykingum á allar hurðir í húsinu og héldum uppi miklu andófi í hvert sinn sem reykt var. Mér finnst hins vegar of langt gengið að halda því að börnum að þau geti átt von á því að finna pabba sinn dáinn á sófanum vegna reykinga næst þegar þau koma inn í stofu. Gleymum því ekki að börn hafa ekki þann þroska sem við höfum til að greina flóknar staðreyndir daglega lífsins. Ung börn gera sér enga grein fyrir því að maður þarf að hafa reykt í talsverðan tíma til að skaðsemi reykinga komi fram. Það eina sem þau vita er að það er hættulegt að reykja og maður getur dáið - líka pabbi. Mér finnst þess vegna alveg ástæðulaust að ganga svona langt í að búa til myndir í hugum barna um hugsanleg áhrif reykinga á foreldra þeirra.

Ekki er ólíklegt að þessi auglýsing kalli fram vanlíðan og óöryggi hjá þeim börnum sem eiga foreldra sem reykja eða fikta við það meðfram bjórdrykkju. Varla getur það verið tilgangurinn? Ég trúi því heldur ekki að Tóbaksvarnarnefnd sé í alvöru að beina þessari auglýsingu gegn börnum til þess að fá þau í lið með sér gegn reykingum foreldra. Barnstraddirnar í bakgrunninum og það myndmál sem fram er sett í auglýsingunni er þó þess eðlis að áðurnefnd hugrenningartengsl eru líkleg til að framkallast í hugum ungra barna.

Berjumst gegn reykingum en ekki í gegnum börnin. Hræðsluáróður hefur líka sín mörk sem menn verða að virða. Það er vissulega mikilvægt að skilaboð auglýsinga séu skýr en það er jafnvel enn mikilvægara hverjir eru viðtakendur þessara skýru skilaboða.

Hreinn Hreinsson.

PS - Þess skal getið að ég reyki ekki og á heldur ekki börn þannig að ekki er um að ræða að pistillinn sé skrifaður í reiðikasti reykingamanns í afneitun.

Pistillinn birtist á Kreml.is

Kreml.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli