Frétt

Leiðari 4. tbl. 2000 | 26.01.2000 | 17:18Hin nýja stétt

Velstæðum Íslendingum hefur fjölgað svo að nauðsynlegt var talið að Íslendingar eignuðust sjálfir erlendan banka til að sinna þessum eftirsóttu viðskiptavinum. Íslenska bankakerfið var einhverra hluta vegna ekki talið við hæfi.
Daglega eru fulltrúar hinnar nýju stéttar verðbréfa- og markaðssérfræðinga inni á gafli hjá okkur í fjölmiðlum, boðandi lögmál markaðarins þar sem fáni hins skjótfengna gróða er dreginn að húni.

*****
Verslunarmenn brutu upp á nýjung í nýgerðum kjarasamningi og markaðstengdu launin. Þeir segja vinnuveitendur í þessum geira almennt hafa borgað betur en innihaldsrýrir samningstaxtar sögðu til um. Betur að vel reynist. Verkamannasambandið hefur lagt fram kröfur sínar. Frá þeim bæ verður ekki marserað í markaðskröfugöngu. Þess í stað er þess krafist eina ferðina enn að lágmarkslaun dugi fyrir brýnustu þörfum.

Á kvótafundinum í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði fyrir rúmri viku var kappsfullum trillukörlum bent á, að þeir skyldu nú ekki búast við neinni kollsteypu í fiskveiðistjórnuninni hvernig sem dómur Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu félli. Og meðvitaðir mættu þeir vera um, að ærið verk og mikil ábyrgð biði þingmanna á næstu misserum í kvótamálinu.

*****
Þeim Íslendingum fækkar óðum sem fást til að vinna í fiski. Lágt kaup er höfuðorsökin. Fiskvinnslan getur ekki greitt mannsæmandi kaup. Útlendingar, sem ekki hafa frá neinu að hverfa, hlaupa í skarðið. Fiskvinnslan situr ekki við sama borð og frystitogararnir. Svo er stjórnkænsku yfirvalda fyrir að þakka. Sama er hvert litið er í landbúnaðinum. Örfáir stórbændur, sem náð hafa að kaupa litlu karlana frá búum sínum, pluma sig. Nýgræðingar þrífast ekki.

*****
Stéttir í matvælaframleiðslu til sjávar og sveita eru að veslast upp, hægt og bítandi. Pappírstígrisdýr verðbréfamarkaðarins tímgast með undraverðum hraða.

Hin nýja stétt hefur haslað sér völl. Um hvað skyldu kjarasamningar framtíðarinnar snúast, ef þeirra er þá á annað borð þörf?
s.h.


bb.is | 30.09.16 | 15:21 Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með frétt Svar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli