Frétt

Leiðari 25. tbl. 2002 | 21.06.2002 | 13:39Í fyrsta sæti

Þegar vakin er athygli á stöðugt auknum ríkisumsvifum í höfuðborginni, á sama tíma og sífellt er höggvið af ríkisgeiranum og þjónustunni á landsbyggðinni, er sú fullyrðing jafnan uppi, líkt og til varnar, að höfuðborgin sé ekki að keppa við landsbyggðina. Það sé ekki markmið höfuðborgarinnar að soga til sín fólk af landsbyggðinni. Á þeim bæ snúist baráttan um að koma í veg fyrir að vel menntað, ungt fólk flykkist til annarra landa, þar sem því bjóðast fleiri og betri atvinnutækifæri, ef Reykjavík er ekki í stakk búin til að mæta samkeppninni við útlönd. Reykjavík sé höfuðborg alls landsins og þurfi á samvinnu við landsbyggðina að halda, en ekki samkeppni. Og satt best að segja hefur almúginn á landsbyggðinni trúað þessari orðræðu og litið þannig á að höfuðborgin væri sveitarfélag númer eitt á Íslandi.

Fyrir nýliðnar kosningar vorum við ítrekað minnt á, að þrátt fyrir að vel hefði til tekist á mörgum sviðum í höfuðborginni hefði hún tapað forustuhlutverki sínu og væri ekki lengur í fyrsta sæti. Fyrir íbúum kaupstaða og sjávarþorpa úti á landi lá þó engan veginn ljóst, hver missir höfuðborgarinnar var. Hverju hún hafði glatað? Ekki hafði Stjórnarráðið hefði verið flutt út á land. Alþingi og Hæstiréttur voru á sínum stað. Meira að segja Flugvöllurinn og Kári voru um kyrrt í Vatnsmýrinni.

Í nýjasta hefti tímaritsins „Ský“ sviptir sigurreifur bæjarstjóri Kópavogs hulunni af leyndardómnum: Reykjavík hefur átt í bullandi samkeppni við „landsbyggðina í Kópavogi“ og tapað. Og vart verður annað ráðið, af viðtali blaðsins við bæjarstjórann, en að „reðurmótað útlit“ Smáralindar, sem er sögð „miðstöð verslunar og þjónustu á Íslandi“, hafi mestu ráðið um ófarir höfuðborgarinnar, þótt sitthvað fleira sé tínt til, af mikilli hógværð!

Það er ærið umhugsunarefni, að á meðan stjórnvöld skipa svo málum að íbúar sjávarplássa mega ekki nýta sér lífsbjörgina við bæjardyrnar, þá sé það eitt helsta viðfangsefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að takast á um hvoru megin lækjar verslunarhallirnar skína.

Aðalsmerki höfuðborgar eru ekki verslunarhallir, heldur hitt, að íbúar alls landsins geti með stolti litið til hennar sem jákvæðrar ímyndar. Bæði gagnvart umheiminum og ekki síður inn á við sem höfuðbóls, þar sem ráðamenn vita, að velmegun innan borgarmúranna byggist á samstarfi og gagnkvæmri virðingu við þegnana utan þeirra.
s.h.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli