Frétt

Stakkur 25. tbl. 2002 | 21.06.2002 | 13:36Kína og tjáningarfrelsið

Lokið er einn frægustu og umdeildustu heimsókn erlends þjóðhöfðingja til Íslands. Foseti Kína Jiang Zemin er farinn heim og mun hafa verið við þokkalega heilsu er hann sneri heim til þegna sinna, er telja einn milljarð og þrjúhundruð milljónir. Í samanburði við þann fjölda verða Íslendingar smáir. Ef til vill er kjarni málsins sá að flest ef ekki allt er ólíkt með Kína og Íslandi. Við erum smáir en hugsum samt stórt og hér má hver maður segja hvaða vitleysu sem er og þar á meðal hella sér yfir forsetann, forsætisráðherra eða Hæstarétt svo fátt eitt sé talið. Auðvelt hefur verið að komast að ráðmönnum. Nánast hefur verið hægt að ganga inn á hvaða stofnun sem er og leika þar lausum hala án afskipta nokkurs manns. Nægir að nefna Ríkisútvarpið og þá uppákomu þegar maður sló þar öllu rafmagni út fyrir nokkrum árum. Nú kemst enginn inn í húsnæði Ríkisútvarpsins í Efstaleiti í Reykjavík, án þess að sanna á sér deili og hafa einhvern innanbúðarmann til að ábyrgjast sig.

Í Kína, þar sem gríðarlegur mannfjöldi býr eða ríflega fjögur þúsund milljón sinnum fleiri en á Íslandi, eru viðhorf ólík því sem Íslendingar eiga að venjast. Virðing Íslendinga fyrir lýðræði hefur verið talin mikil og öðrum til fyrirmyndar. Eru Íslendingar sjálfir fremstir í flokki þeirra sem hafa þessa skoðun. Skiptir þá engu máli umræða um fátækt, fíkniefnavanda, vandamál eldra fólks eða tekjuleysi öryrkja. Enda er þau efni smá þegar við skoðum áhrif okkar á alþjóðavettvangi, sem við teljum að séu mikil og stór og sennilega langt umfram það sem þau eru í raun, en engu að síður hefur Ísland gert sig gildandi í samfélagi þjóðanna.

Samt hafa margir haft uppi uppi stór orð um mannréttindabrot vegna þeirra takmarkana er stjórnvöld gripu til vegna heimsóknarinnar. Vissulega má deila um það að meina fólki komu til Íslands, en því má heldur ekki gleyma að með því að bjóða forseta Kína til Íslands tók íslenska ríkið á sig ábyrgð á öryggi gestsins. Það vakti athygli að nýlega samþykktum lögum frá Alþingi um að lögregla hafi heimild til þess að banna mótmælendum að hylja andlit sitt var ekki beitt. Mótmælendur fengu að ganga um eins og bankaræningjar í villta vestrinu á þar síðustu öld og hylja neðri part andlitsins svo mótmæli þeirra fengju að njóta sín til fulls.

Án þess að taka afstöðu til aðgerða yfirvalda skal þó á það bent að tjáningarfrelsi lýtur sömu lögmálum og annað frelsi. Það má aldrei bitna á öðrum mönnum í þeim skilningi að það valdi þeim tjóni. Engum var bannað að tjá sig og Falun Gong liðar fengu mikla og ítarlega umfjöllun íslenskra fjölmiðla, sjónvarps, útvarps og dagblaða dag eftir dag. Sjónarmið þeirra hafa sennilega þegar til lengri tíma er litið fremur notið aðgerða stjórnvalda en goldið. Um það má þó vissulega deila. En óneitanlega bendir það til vel skipulagðs hóps þegar félagar hans fjölmenna norður í Atlantshaf til mótmæla. Þeir munu hafa vitað sem var að þar yrðu þeir látnir í friði, sem að mestu varð raunin þrátt fyrir allt. En hinu má ekki gelyma. Kína hefur staðið lengi og mun gera um langan aldur. Hvers vegna? mætti spyrja, en svarið er ekki einfalt. Lýðræði hefur þó ekki átt þátt að máli.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli