Frétt

bb.is | 20.06.2002 | 17:01Dæmdur fyrir að spilla friðlandi

Liðlega hálffimmtugur maður, búsettur í Reykjavík, var í Héraðsdómi Vestfjarða í dag dæmdur til greiðslu 80.000 króna sektar til ríkissjóðs fyrir að hafa spillt friðlandi í hólmanum Arnarstapa í Miðhúsaeyjum í Reykhólahreppi. Var manninum gefið að sök að hafa spillt mögulegu arnarvarpi með því að hafa „rekið niður þrjá staura um mannhæðarháa, staðsetta þannig að staurar voru skammt innan við brún stapans beggja vegna og einn staur þar á milli, strengt band á milli stauranna og einnig til hliðar út frá endastaurum í tréhæla í jörðinni, og með því að fara í land í Hrísey í Miðhúsaeyjum í Reykhólahreppi, sett 4 tréfjalir yfir syllu nyrst á eynni þannig að þær náðu frá klettabrún ofan við sylluna og niður á brún hennar frá öllum hliðum í þeim tilgangi að hindra arnarvarp í arnarlaupum á fyrrgreindum stöðum, og með því raskað hreiðurstað arna og spillt friðlýstum náttúruminjum“, eins og segir í málshöfðun sýslumanns.
Maðurinn krafðist sýknu. Játti hann því að hafa reist umrædd mannvirki til að koma í veg fyrir arnarvarp, enda ylli varpið sér búsifjum með usla í æðarvarpi. Taldi hann háttsemina ekki varða refsingu.

Ákærði hafði áður verið sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn lögum um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi með því að brenna sinu í Arnarstapa, en var þá jafnframt sýknaður af sakargiftum um að hafa raskað hreiðurstað arna með þeirri háttsemi. Ákvörðun refsingar var þá frestað skilorðsbundið í tvö ár en dómurinn tekinn upp nú þar sem ákærði hélt ekki skilorð.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ekki var um varanleg spjöll að ræða og auðvelt ætti að vera að koma friðlandinu í samt lag. Dóminn kvað upp Erlingur Sigtryggsson að dómfellda fjarstöddum.

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli