Frétt

| 10.08.2000 | 14:05Hverjir höfðu hverja að fíflum?

Söguleg stund á Þingeyri í fyrra, þegar búnaður Íslenskrar miðlunar er ræstur. Hverjir voru að hafa hverja að fíflum?
Söguleg stund á Þingeyri í fyrra, þegar búnaður Íslenskrar miðlunar er ræstur. Hverjir voru að hafa hverja að fíflum?
Forseti Íslands og tveir ráðherrar vígðu fyrstu starfsstöðvar Íslenskrar miðlunar Vestfjörðum ehf. fyrir tæpu ári með miklum og hjartnæmum ræðuhöldum. Þá trúðu Vestfirðingar því, enda var því óspart haldið á lofti, að fyrirtækið og starfsfólk þess fengi umtalsverð verkefni að vinna fyrir opinberar stofnanir. Þegar þetta er skoðað nú, tæpu ári síðar, kemur í ljós, að þau verkefni af því tagi sem hingað til hefur verið beint til fyrirtækisins nema hálfu stöðugildi eða sem svarar verkefnum fyrir eina manneskju hálfan daginn.
Vandræði Íslenskrar miðlunar Vestfjörðum ehf. og fjögurra starfsstöðva fyrirtækisins á norðanverðum Vestfjörðum hafa verið rakin ítarlega hér á BB-vefnum. Nú er ein starfsstöð af fjórum (á Þingeyri) komin að einhverju leyti í gang á ný eftir að þær voru allar innsiglaðar fyrir nokkrum vikum vegna vanskila við innheimtumann ríkissjóðs. Skuldir fyrirtækisins munu nema tugum milljóna. Verkefnin láta á sér standa.

Viðhöfnin var mikil þegar fyrstu tvær starfsstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar á síðasta ári. Í stöðinni á Þingeyri var sjálfur forseti Íslands staddur ásamt mörgu öðru prúðbúnu stórmenni, svo sem alþingismönnum, sýslumanni, framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, forstjóra Íslandssíma og fulltrúum heimamanna og Þjóðkirkjunnar.

Í stöðinni á Suðureyri sat Finnur Ingólfsson, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og núverandi Seðlabankastjóri. Í höfuðstöðvum Íslenskrar miðlunar í Reykjavík var Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, sem fer með fjarskiptamál í ríkisstjórn Íslands.

Þessir menn ræddust við gegnum fjarfundabúnað fyrirtækisins, eftir að forsetinn hafði gangsett hann með hátíðlegum hætti, og féllu mörg hástemmd orð. Forsetinn lýsti því yfir „sem Vestfirðingur og Dýrfirðingur“, að það væri „stór stund“ að geta tekið þátt í „að ýta þessum nýja áfanga í atvinnulífi Vestfjarða úr vör.“

Samgönguráðherra tók undir orð forseta Íslands og sagði m.a.: „Þetta er stór stund fyrir okkur ungu drengina sem einu sinni vorum í sjávarbyggðunum. Maður hefði varla trúað því þegar maður var að alast upp í litlu þorpi að eiga eftir að taka þátt í þessu.“

Einnig upplýsti samgönguráðherra, að hann hefði átt viðræður við forsvarsmenn Landssímans og Póst- og fjarskiptastofnunar um lækkun á gjaldskrám vegna notkunar úti á landi: „Nú hefur verið upplýst af hálfu Landssímans í viðræðum við mig, að það muni verða gerð breyting á gjaldskránni. Það er auðvitað gert vegna þess að gagnaflutningarnir eru að stóraukast. Landssíminn vill bregðast við því og þess vegna hefur verið ákveðið af hálfu Landssímans að í næsta mánuði, fyrir 1. október, muni gjaldskráin lækka verulega“, sagði samgönguráðherra á hátíðarstundinni í fyrra.

Sú spurning hefur orðið sífellt áleitnari frá því að ræðuhátíðin mikla var haldin, hvort tilgangur hennar hafi verið að hafa fólk að fíflum. Og þá ekki síður, ef svo er, hverjir hafi verið að hafa hverja að fíflum.

bb.is | 27.09.16 | 07:51 Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með frétt Af 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli