Frétt

bb.is | 20.06.2002 | 10:02Mögulegt með stuðningi frá Ísafjarðarbæ og „Samhug í verki“

Formaður Garðyrkjufélags Íslands og fræðslustjóri Landgræðslu ríkisins leiðbeina um rækt í garði Sigríðar Sigursteinsdóttur.
Formaður Garðyrkjufélags Íslands og fræðslustjóri Landgræðslu ríkisins leiðbeina um rækt í garði Sigríðar Sigursteinsdóttur.
Vegna fréttar í gær sem höfð var eftir fréttavefnum flateyri.com um fegrunarátak á Flateyri, vill Jóhanna G. Kristjánsdóttir fyrir hönd þeirra sem standa að verkefninu koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: „Íbúasamtök Önundarfjarðar (ÍÖ) voru stofnuð í júní 1997. Eitt af fjórum meginverkefnum samtakanna er að vinna að fegrun og umhverfisvernd í Önundarfirði.
Sumarið 2000 fóru ÍÖ af stað með sérstakt umhverfisátak á Flateyri þar sem það var samdóma álit allra að snjóflóðið 1995 hefði sett slíkt mark á byggðina að afar brýnt væri að reyna að bæta ásýnd þorpsins. Var öllum bæjarbúum sent bréf með áskorun um að leggja þessu máli lið, gengið var í hús með verkefnalista og fleira.

Sumarið 2001 hafði þessu átaki borist kærkomin og ómetanleg hjálp því fyrr á árinu hafði verið tilkynnt að það fé sem eftir var úr söfnunarsjóðnum „Samhugur í verki“ yrði nýtt til uppbyggingar á Flateyri og að hluti þessa fjár rynni til umhverfisfegrunar á snjóflóðasvæðinu.

Ísafjarðarbær sér um framkvæmdir sem fjármagnaðar eru úr sjóðnum „Samhugur í verki“ í þessu skyni og einnig þeim framkvæmdum á Flateyri sem fjármagnaðar voru af sérstökum lið á fjárlögum ríkisins árið 2001 til uppbyggingar á Flateyri sem nam 50 milljónum króna auk andvirðis 8 sumarbústaða sem reistir voru á Flateyri eftir flóðið á kostnað ríkisins.

Ísafjarðarbær fól Íbúasamtökunum að hafa umsjón með umhverfisfegrunarverkefninu þar sem það féll að þeim áætlunum sem ÍÖ hefðu þegar mótað að nokkru leyti. Af hálfu Íbúasamtakanna eru þessi umsjónarstörf öll unnin í sjálfboðavinnu. Gert var ráð fyrir þrigggja ára verkefni sem næði auk gróðurátaksins til annarra þátta svo sem hreinsunar, utanhússmálningar og fleira.

Sumarið 2002 er því annað sumarið sem Flateyringum gefst kostur á að fá mold og húsdýraáburð til að bæta slæm gróðurskilyrði í einkagörðum og opnum svæðum og einnig að fá trjáplöntur í garða og opin svæði. Þökk sé „Samhug í verki“ eða þeim sem vildu styrkja og efla byggð á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins.

Íbúasamtökin hafa átt mjög góða samvinnu við allar deildir Ísafjarðarbæjar sem að þessu verkefni hafa komið og eru ákaflega þakklát fyrir það sem Ísafjarðarbær hefur þar að auki lagt af mörkum til umhverfisfegrunar hér á Flateyri eins og í öðrum byggðakjörnum sveitarfélagsins.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli