Frétt

bb.is | 18.06.2002 | 09:30Níu hjúkrunarfræðingar brautskráðir á fyrstu háskólahátíð á Ísafirði

Hjúkrunarfræðingarnir níu að lokinni brautskráningu ásamt þeim Smára Haraldssyni, Þorsteini Gunnarssyni, Þórarni Sigurðssyni og Elsu B. Friðfinnsdóttur.
Hjúkrunarfræðingarnir níu að lokinni brautskráningu ásamt þeim Smára Haraldssyni, Þorsteini Gunnarssyni, Þórarni Sigurðssyni og Elsu B. Friðfinnsdóttur.
Fjölmenni var við brautskráningu 9 hjúkrunarfræðinga á háskólahátíð sem haldin var í Ísafjarðarkirkju í gær. Hjúkrunarfræðingarnir hafa undanfarin fjögur ár numið fagið í fjarnámi við Háskólann á Akureyri. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, flutti ræðu, en að henni lokinni brautskráðu þau Þórarinn Sigurðsson deildarforseti heilbrigðisdeildar og Elsa B. Friðfinnsdóttir lektor hjúkrunarfræðingana níu. Á hátíðinni var heiðruð minning Pálínu Elíasdóttur, eins hjúkrunarnemanna, sem lést í Kaupmannahöfn í fyrra. Brautskráðar voru þær Ásta Tryggvadóttir, Brynja Pála Helgadóttir, Eyrún Ingólfsdóttir, Heiða Björk Ólafsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir, Rakel Rut Ingvadóttir, Sigríður Ragna Jóhannsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir og Þórunn Pálsdóttir.
Í ræðu sinni á hátíðinni sagði Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, meðal annars: „Vestfirðir eru útvörður Íslands í vestri og norðri og af þeim fer það orð að þeir séu eitt af harðbýlli svæðum Íslands. Hröð yfirfærsla þekkingar og hagnýting tækninýjunga skiptir æ meira máli fyrir lífvænleika samfélaga í heiminum í dag og sérstaklega á svokölluðum jaðarsvæðum. Það er mikil ögrun sem felst í að lifa og starfa á landsbyggðinni í dag og mér sem aðkomumanni finnst ögrunin hvergi meiri hér á landi en á Vestfjörðum. Ekki geta allir tekist á við þessa áskorun og sumir hopa undan, jafnvel málsmetandi menn og konur. Íslensk stjórnvöld sendu Vestfirðingum nýlega þau svartsýnu skilaboð í skýrsludrögum um byggðaáætlun að ekki væri ráðlegt að gera ráð fyrir að fólki fjölgi þar. Vestfirðingar brugðust snöfurmannlega við þessum boðskap og gerðu á eigin forsendum ítarlega byggðaáætlun fyrir Vestfirði þar sem áhersla var m.a. lögð á menntun, rannsóknir og nýsköpun í atvinnulífi á Vestfjörðum.“

Háskólahátíð var nú haldin á Ísafirði í fyrsta sinn. „Þetta er mikil viðurkenning á því frumkvöðlastarfi sem hefur verið unnið og á því starfi sem verið er að vinna“, segir Smári Haraldsson, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.

Á hátíðinni fluttu ávörp þau Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Hildur Pétursdóttir, formaður Vestfjarðardeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og Hörður Högnason frá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ. Að hátíðinni lokinni efndi bæjarstjórn og Heilbrigðisstofnunin til kaffisamsætis í Frímúrarasalnum á Ísafirði.

Ávarp Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, og ræða Þorsteins Gunnarssonar, rektors, fara hér á eftir í heild.


Ávarp Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar,
við útskrift hjúkrunarfræðinema eftir fjögurra ára fjarnám á Ísafirði.


Rektor Háskólans á Akureyri, hjúkrunarfræðingar, kæru gestir. Til hamingju
með útskriftardaginn, til hamingju með þjóðhátíðardaginn.

Í dag eigum vér það sem dýrast er
og dýrmætast hverri þjóð.
Hvers Íslendings mál af sjálfu sér
er söngur og Íslands ljóð.
Og aldrei var fáninn fegurri en hér
né fegurri bær og slóð.

Og svið er hér fyrir sanna menn
og samboðið vaskri þjóð.
Hér fóstraðist táp og frelsi í senn
við fornsögn og hetjuljóð.
Hér lifði það fólk og lifir enn
sem lífvörð um andann stóð.

Ef brýnir þú plóg og strengir stög
og stendur í vinnuher
þá varði þar jafnan lífs þíns lög
sem land þitt og tunga er.
Þá finnur þú Íslands æðaslög
hið innra með sjálfum þér.


Svo kvað Guðmundur Ingi Kristjánsson frá Kirkjubóli í Bjarnardal, skáld og heiðursborgari Ísafjarðarbæjar, í tilefni af 17. júní. Ljóð hans eiga ávallt við og hvetja okkur áfram til dáða. Við erum hér saman komin á þjóðhátíðardaginn til að vera viðstödd útskrift níu hjúkrunarfræðinga sem menntað hafa sig hér á Ísafirði í fjarnámi. Það sannar fyrir okkur að hér fóstrast enn táp og frelsi í senn.

Með sama hætti og samningur um nám í hjúkrunarfræði í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri markaði tímamót vorið 1998 markar sú útskrift sem við erum viðstödd enn önnur og mun merkari tímamót fyrir okkur öll. Vorið 1998 var sáð í þeirri von að uppskera yrði. Í dag erum við að staðfesta að ekki var sáð í grýtta jörð heldur var stofnað til samstarfs sem gefið hefur af sér enn fleiri námstækifæri fyrir fólk búsett á Vestfjörðum. Við vorum heppin með samstarfsaðila, Háskólann á Akureyri þar sem mikill áhugi hefur verið frá upphafi á verkefninu og er enn.

Það varð gæfa þessa verkefnis að þær konur sem ákváðu að stunda héðan hjúkrunarfræðinám skyldu taka það svo föstum tökum sem raun ber vitni. Með þeirra ástundum, samheldni og elju gerðu þær þetta mögulegt. Það að leggja stund á háskólanám er mikil áskorun og endalaus vinna. Að bæta við þróun náms- og kennsluaðferða er gríðarlegt

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli