Frétt

Stefán Pálsson – murinn.is | 15.06.2002 | 18:56Merkisdagur í vísindasögunni

Í dag, 15. júní, eru 250 ár liðin frá því að bandaríski stjórnmálamaðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Benjamín Franklín framkvæmdi eina kunnustu tilraun vísindasögunnar. Þar sýndi hann fram á með flugdreka að eldingar væru rafmagnsfræðilegt fyrirbæri, en sú uppgötvun var forsenda eldingarvarans sem Franklín er talinn hafa búið til fyrstur manna. Frásögnin af flugdrekatilrauninni hefur um langt skeið fangað hugi fólks og þá einkum skólabarna, sem vel kunna að meta þá göfugu list sem flugdrekaflug vissulega er. Þá gefa málatvik kennurum færi á að segja á líflegan hátt frá uppgötvuninni, en slíkt er engan veginn alltaf auðvelt á sviði eðlisfræðinnar. – Það er til dæmis ekkert gamanmál að færa söguna af rafsegulmagnstilraunum Örsteds í skemmtilegan búning fyrir grunnskólabörn eins og allir vita sem reynt hafa.
Eins og svo algengt er í vísindasögunni og raunar í sagnfræði almennt, þá þolir sagan af Franklín og flugdrekanum þó ekki vel nánari skoðun. Þótt uppflettirit hermi að vísindamaðurinn snjalli hafi flogið drekanum að kvöldi 15. júní 1752, þá finnast ekki fyrir því öruggar heimildir. Þannig er ekki útilokað að Franklín hafi látið nægja að upphugsa tilraunina og síðan lýst því hvernig hún „hefði getað orðið“, en slíkt háttarlag er öllu algengara innan raunvísindanna en flestir gera sér grein fyrir. – Ef sú var raunin í þessu tilviki er ábyrgð Benjamíns Franklíns ærin, því vitað er um a.m.k. einn evrópskan vísindamann sem beið bana við að reyna að framkvæma tilraun þessa. (En með því að draga til sín eldinguna tókst viðkomandi einstaklingi vitaskuld að sanna að tilgátan var rétt.)

Og jafnvel þótt Benjamín Franklín hafi í raun og veru flogið flugdreka kvöldið örlagaríka, þá er alls ekki þar með sagt að hann hafi verið til þess fyrstur. Þannig hefur það verið fullyrt að franskur áhugavísindamaður hafi nokkru fyrr framkvæmt nákvæmlega sömu tilraun og er jafnvel ekki útilokað að Bandaríkjamaðurinn hafi haft einhvern pata af slíkum tilraunum. Þá munu Tékkar standa fastir á því að þarlendur klerkur hafi fundið upp eldingarvarann.

Þessar vangaveltur vekja þó væntanlega lítinn áhuga annarra en fræðimanna sem stöðugt vilja hártoga, flækja og teygja lopann. Við hin notum tækifærið og fögnum snilli Benjamíns Frankíns – t.d. með því að fljúga flugdrekunum okkar úti í góða veðrinu.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli