Frétt

bb.is | 14.06.2002 | 11:24Magnús Reynir greiddi atkvæði með ráðningu Halldórs

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og nú einnig bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og nú einnig bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ.
Ráðning Halldórs Halldórssonar í starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar næsta kjörtímabil var samþykkt á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær með sjö atkvæðum gegn engu. Tveir af þremur bæjarfulltrúum minnihlutans sátu hjá en auk bæjarfulltrúa meirihlutans (D og B) greiddi Magnús Reynir Guðmundsson (F) tillögu um ráðningu Halldórs atkvæði sitt. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar (S) létu bóka, að þeir teldu óeðlilegt að ganga til atkvæðagreiðslu um ráðninguna án þess að þeim væru kunnar allar staðreyndir málsins, svo sem varðandi launakjör, uppsagnarákvæði, biðlaunarétt og aðra þætti. „Það skal tekið skýrt fram, að afstaða okkar til málsins byggist á engan hátt á andstöðu við þá persónu sem meirihluti bæjarstjórnar hyggst ráða til starfa“, segir í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, þeirra Bryndísar G. Friðgeirsdóttur og Sæmundar Kr. Þorvaldssonar, sem sat fundinn sem varamaður Lárusar G. Valdimarssonar.
Halldór Halldórsson var ráðinn bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í upphafi síðasta kjörtímabils fyrir fjórum árum. Hér er því um áframhaldandi ráðningu að ræða. Við kosningarnar nú skipaði hann efsta sætið á D-lista og gegnir því starfi bæjarfulltrúa á komandi kjörtímabili ásamt stöðu bæjarstjóra.

Bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, Magnús Reynir Guðmundsson, lagði á fundinum í gær fram bókun þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu sinni til ráðningar Halldórs í starf bæjarstjóra. Bókun Magnúsar Reynis fer hér á eftir í heild:

„Ráðning bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar fyrir kjörtímabilið 2002 til 2006 er mikið alvörumál af ástæðum sem flestum ættu að vera ljósar. Íbúar Ísafjarðarbæjar hafa á undanförnum árum, svo sem flestir landsbyggðamenn, átt mjög undir högg að sækja, vegna minnkandi atvinnu og fólksflótta. Þróunin hefur sett bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í mikinn vanda, sem varla verður leystur nema með samstilltu átaki allra bæjarfulltrúa. Ef íbúum hér í Ísafjarðarbæ heldur áfram að fækka, svo sem gerst hefur á síðustu misserum, má gera ráð fyrir að baráttan fyrir blómlegri byggð, þar sem fólki og atvinnutækifærum fjölgar eðlilega, tapist innan örfárra ára.

Það er því lífsspursmál fyrir Ísafjarðarbæ að nýkjörin bæjarstjórn standi saman, sem órofa heild, í baráttu sinni fyrir bættum hag íbúanna allra. Hér vega atvinnumálin þyngst og verða bæjarfulltrúar að leita allra ráða og leggja sig alla fram til að viðhalda þeim atvinnutækifærum, sem enn eru til staðar, jafnframt því að leggja á ráðin um að endurheimta þau tækifæri, sem glatast hafa á undanförnum árum.

Hvað sem líður hugsanlegum ágreiningi um leiðir til lausnar þeim vanda sem lýst er hér að framan, verður að gera þá kröfu til bæjarfulltrúa að þeir virði skoðanir hvers annars og séu tilbúnir að ræða hinar ýmsu hugmyndir er fram koma. Að lokum slíkum lýðræðislegum skoðanaskiptum, sem m.a. þurfa að ná til hugsanlegs minnihluta á hverjum tíma, er líklegra en ella að samstaða náist um mikilverð mál, samstaða sem er okkur öllum nauðsynleg á þessum erfiðu tímum.

Hlutverk bæjarstjóra, jafnvel þótt hann sé einn af kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn og e.t.v. sérstaklega vegna þess, er afar mikilvægt. Hann þarf að njóta trausts allra bæjarfulltrúanna og virðingar sem æðsti embættismaður bæjarins. Það verður að ætla að fulltrúar meirihlutans vilji nokkru til kosta að slíkt traust og virðing komist á.

Í trausti þess að þeir bæjarfulltrúar, sem myndað hafa meirihluta í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í byrjun þess kjörtímabils, meti nú stöðuna þannig, að nauðsyn sé á víðtækri samstöðu um lausn mála, vill undirritaður leggja sitt lóð á vogarskálarnar og greiða atkvæði með ráðingu Halldórs Halldórssonar, sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.“

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli