Frétt

Leiðari 24. tbl. 2002 | 13.06.2002 | 10:24Vestfirðir sumarið 2002

Ferðablaðið Vestfirðir sumarið 2002 kemur út í þessari viku. Sem fyrr er H-prent ehf. á Ísafirði útgefandi og er þetta áttundi árgangur blaðsins, sem vaxið hefur jafnt og þétt með hverju ári.

Sem fyrr er tilgangurinn með útgáfunni tvíþættur. Í fyrsta lagi að vekja athygli á Vestfjörðum sem góðum kosti til ferðalaga og stuðla að því að ferðafólk leggi leið sína til Vestfjarða. Í öðru lagi er blaðinu ætlað að vera ferðafólki til gagns og gamans og auðvelda gestum að njóta þeirra margvíslegu tækifæra, sem í boði eru hér vestra.

Vestfirðir sumarið 2002 kemur nú út í stærra upplagi en nokkru sinni áður og mun ekki af veita þar sem blaðið „hefur verið rifið út til agna“ á hverju sumri, ef svo má að orði komast. Að þessu sinni verður blaðinu dreift á um 400 afgreiðslustaði og mun það liggja frammi, ókeypis, á bensínafgreiðslum, ferðaskrifstofum, hótelum, upplýsingastöðum fyrir ferðafólk og í verslunum. Með öðrum orðum verður blaðið að finna á nánast öllum þeim stöðum á landinu þar sem hugsanlegt er að ferðafólk detti inn í leit að upplýsingum.

Frá upphafi hafa útgefendur lagt metnað sinn í að gera blaðið sem veglegast úr garði. Vandað hefur verið til efnis og útlits. Fjöldi greina og mynda um hina ýmsu staði á Vestfjörðum hafa jafnan prýtt blaðið jafnframt því sem þar hefur mátt finna upplýsingar um alla þætti þjónustu við ferðamenn á Vestfjörðum. Að sjálfsögðu er reynt að rísa undir þessu aðalsmerki blaðsins að þessu sinni sem frekast er kostur. Þar hefur komið að verki fólk, sem er gagnkunnugt staðháttum vítt og breitt um fjórðunginn. Án þessara liðsmanna hefði ferðablaðið aldrei náð því flugi, sem það vissulega hefur náð í að stuðla að kynningu á Vestfjörðum sem paradís ferðamannsins.

Atvinnuvegasýningin Perlan Vestfirðir, sem haldin var í Reykjavík dagana 3. til 5. maí, vakti verðskuldaða athygli þeirra fjölmörgu gesta er hana sóttu. Vestfirðir hafa fengið góða einkunn hjá ferðafólki, sem hingað hefur komið. Mikill meirihluti þess hefur löngun til að endurnýja kynnin. Erlend ferðamálasamtök hafa útnefnt Vestfirði sem áhugaverðan stað heim að sækja. Allt er þetta lóð á vogarskálina.

Það er von útgefenda ferðablaðsins Vestfirðir sumarið 2002 að blaðið nái sem fyrr að vekja athygli á Vestfjörðum og fólkinu sem þar býr, fegurðinni sem þar er að finna í stórbrotinni náttúru, mannlífinu og menningunni sem þar blómstrar.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli