Frétt

Stakkur 24. tbl. 2002 | 13.06.2002 | 10:18Niðurlæging Byggðastofnunar?

Vandi landsbyggðarinnar er af margvíslegum toga og hefur Byggðastofnun verið ætlað það hlutverk að koma atvinnulífi og fólki utan Reykjavíkur til aðstoðar, einkum með lánveitingum. Eftir því sem fólki hefur fjölgað á suðvesturhorninu hefur þolinmæði íbúa þar minnkað í garð íbúa utan þess margumtalaða horns. Vissulega má segja að Byggðastofnun og forveri hennar Framkvæmdastofnun hafi verið umdeildar báðar tvær. Mörgum finnst hugsunin vera á skjön við nútímann að reka stofnun til þess að hlaða undir landsbyggðina. Annað hvort bjargi hún sér sjálf eða lognast út af. Okkur sem hér búum er lítið gefið um slíkan hugsunarátt, óháð því hvar við skipum okkur í hinu pólitíska litrófi.

Á ýmsu hefur gengið í byggðamálum. Oft hefur verið lánað með þeim hætti að formaður stjórnar Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Vestfirðinga, segir að hætt sé að gefa út lista yfir lánþega Byggðastofnunar vegna þess að þeir listar veki oft aðhlátur. Vissulega er rétt að sumt í lánveitingum um tíðina hefur vakið efasemdir og spurningar, en engu að síður verður að líta svo á að í meiri hluta tilvika hafi verið gagn að lánum og styrkjum. Hinu er svo ekki að leyna að margir hafa misst trúna á framtíð byggðar á hluta Vesturlands, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Nægir að minna á kúvendingu vinstri manna fyrir austan sem eru nú harðastir stuðningsmanna virkjunar og álvers. Öðruvísi mér áður brá mætti segja. En þá má heldur ekki gleyma því, að lífsafkoman og möguleikar til hennar ráða miklu í mannlegri tilveru. Allir verða að lifa og baráttan fyrir mannsæmandi lífi setur mark sitt á alla tilveru mannsins og getur orðið til þess eins og dæmin sanna að brjóta pólitíska múra, sem margir eru ekkert annað en uppfinning mannanna.

Eitt ráðið til að styrkja hag landsbyggðarinnar var að flytja Byggðastofnun til Sauðárkróks. Um þá ákvörðun hafa staðið illindi og deilur frá upphafi. Nú er svo komið að meint stríð formannsins úr Bolungarvík og forstjórans hefur tekið drjúgan tíma fjölmiðla. Að auki virðist stjórnin klofin. Forstjórinn vill gera hlutina að sínu höfði, en formaðurinn telur að honum beri að fara að ákvörðunum stjórnarinnar og flytja peningaumsýslu í Sparisjóð Bolungarvíkur. Neiti forstjórinn að framfylgja ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar er málið háalvarlegt. Breytir engu þó forstjórinn telji að bjóða hefði átt fjársýsluna út á markaði. Þá vaknar spurningin hvort sá þáttur málsins hafi ekki verið ræddur á stjórnarfundi Byggðastofnunar. Vart er það að ástæðulausu að iðnaðarráðherra boðar forstjóranum áminningu.

Spurningin um það hvort botninum sé náð í vandræðagangi þeirrar ágætu stofnunar um byggðamál, er borið hefur hitann og þungann af formlegri aðstoð við landsbyggðina af hálfu ríkisins, verður væntanlega svarað á Ísafirði eftir rúma viku á fundi stofnunarinnar. En megum við hrekklausir landsbyggðarmenn biðja þá sem taka að sér forystu um tvennt, að fara að lögum rétt eins og við hinir og leysa deilurnar annars staðar en fyrir opnum tjöldum. Ella er niðurlægingin alger.


bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli