Frétt

bb.is | 11.06.2002 | 14:14Dómnefnd um framtíðarhúsnæði GÍ að ljúka störfum

Hús Grunnskóla Ísafjarðar við Austurveg.
Hús Grunnskóla Ísafjarðar við Austurveg.
Dómnefnd sem skipuð var á síðasta ári vegna hugmyndasamkeppni um framtíðarhúsnæði Grunnskólans á Ísafirði hefur ekki enn lokið störfum og valið verðlaunahugmynd. Í samkeppnislýsingu sem nefndin gerði fyrr á árinu kom fram að það yrði gert fyrir 3. júní. Skilafrestur tillagna var til 2. maí og bárust sjö tillögur á tilsettum tíma. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, nefndarformanns og verkfræðings, mun nefndin ljúka störfum á næstu dögum. Seinaganginn segir hann tilkominn vegna vandræða með að ná öllum fimm nefndarmönnum til fundar.
„Fólk á oft erfitt um vik með að mæta á fundi á þessum árstíma og ekki bætir úr skák að sérstaklega mikið hefur verið að gera undanfarið,“ segir Kristján, „Okkur reyndist ekki unnt að vinna á kosningahelginni, fólk hefur verið að útskrifa börnin sín og fleira í þeim dúr. Aðeins á eftir að reka endahnútinn á þetta og ég geri ráð fyrir því að hægt verði að tilkynna um sigurvegara í keppninni um næstu helgi eða þar næstu, allt eftir því hvernig gengur að ná nefndarmönnum saman.“

Í dómnefndinni eiga sæti fyrir hönd Ísafjarðarbæjar auk Kristjáns þeir Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson skólastjóri og Árni Traustason tæknifræðingur. Fyrir hönd Arkitektafélags Íslands eru í nefndinni þær Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt og Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt. Ritari dómnefndar er Sigurður Mar Óskarsson tæknifræðingur.

Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og er framkvæmd skv. samkeppnisreglum félagsins. Þátttökurétt höfðu félagar í Arkitektafélagi Íslands, nemendur í arkitektúr og aðrir þeir sem hafa rétt til að leggja fram aðaluppdrætti fyrir umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar. Ísafjarðarbær stefnir að því að fela höfundum þeirrar tillögu sem hlýtur 1. verðlaun frekari útfærslu hennar. Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð allt að fimm milljónum króna.

Gylfi Ólafsson. | 28.10.16 | 07:30 Sakar Óðinn um hræðsluáróður

Mynd með frétt Málflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli