Frétt

Björn Bjarnason / bjorn.is | 11.06.2002 | 12:13Jiang Zemin og Falun Gong

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.
Undrun vekur, hve víðtækar öryggisráðstafanir þarf að gera vegna komu Jiangs Zemins, forseta Kína, til landsins, þegar ákvörðun er tekin um að loka landamærunum fyrir hópi fólks, sem leggur stund á Falun Gong eða Falun Dafa, eins og æ fleiri kalla þær andlegu og líkamlegu æfingar, sem helst eru taldar ógna veldi kínverska kommúnistaflokksins um þessar mundir. Er harkalegt, að gera iðkendur Falun Gong útlæga frá Íslandi, á meðan kínverski valdsmaðurinn er hér á landi með miklu fylgdarliði sínu.
Jiang var flokksritari í Shanghai vorið 1989, þegar kínverskir kommúnistaleiðtogar ákváðu að beita hervaldi gegn mótmælendum á Torgi hins himneska friðar. Hann þótti hlutlaus á milli hinna stríðandi fylkinga innan flokksins, þeirra, sem stóðu með Deng Xiaoping flokksleiðtoga að því að þróa sósíalisma með kínverskum sérkennum, og hinna, sem stóðu vörð um marxískar kennisetningar en þar var Li Peng forsætisráðherra fremstur í flokki, en hann kom hingað til lands fyrir nokkru sem forseti kínverska þingsins, en því embætti hefur hann gegnt síðan 1998. Li Peng lýsti herlögum í Kína í maí 1989 og í skjóli þeirra var ráðist á fólkið á Torgi hins himneska friðar. Deng gerði Jiang að aðalritara kínverska kommúnistaflokksins í júní 1989. Hann varð formaður miðnefndar hersins 1990 og forseti Kína 1993. Undir stjórn Jiangs hefur flokkurinn haldið fram stefnu Dengs um frjálsræði í efnahagsmálum, samvinnu við erlenda fjárfesta og alþjóðaviðskiptum.

Jiang hefur ekki haft sambærileg áhrif á mótun kínversks samfélags og þeir Maó og Deng. Hann hefur reynst sá fulltrúi málamiðlunar, sem Deng vænti. Flokksveldið er hins vegar sífellt að fá á sig meiri spillingarsvip. Í skjóli einræðisvaldanna gera forkólfar flokksins engan greinarmun á eigin hagsmunum og hagsmunum þjóðarinnar eða ríkisins.

Félagafrelsi er óþekkt hugtak í Kína, þar er annars vegar um ríkið og kommúnistaflokkinn að ræða og hins vegar um einstaklinga. Einstaklingar mega ekki stofna veiðifélög, golfklúbba eða AA-samtök án þess að hafa til þess heimild frá ríkinu hvað þá heldur gefa út blað. Fimm trúfélög njóta viðurkenningar í Kína, það er búddisma, taóisma, íslam, kaþólsku kirkjunnar og kristinna mótmælenda, en stjórn þeirra er háttað á þann veg, að kínverska ríkið hefur skipulagt „þjóðlegar? deildir innan þessara trúfélaga til að koma fram fyrir þeirra hönd.

Falun Gong kom til sögunnar í Kína fyrir um það bil áratug. Þar sem hreyfingin varð til í kringum fimm líkams- og öndunaræfingar, var ekki litið á hana sem félag heldur talið, að iðkendur æfinganna væru í hópi þeirra tug eða hundruð milljóna Kínverja, sem leggja rækt við slíkar æfingar í görðum og á torgum dag hvern. Li Hongzhi er andlegur leiðtogi þeirra, sem stunda Falun Gong. Margt af því, sem hann segir, þykir furðulegt eins og að geimverur hafi tekið sér bólfestu á jörðinni eða fólk fá ólíka búsetu á himnum eftir kynþætti sínum. Kjarninn í boðskapnum, sem tengist Falun Gong felst þó því að segja satt og sýna heiðarleika og góðvild í garð meðbræðra sinna.

Á skömmum tíma fjölgaði iðkendum Falun Gong í Kína og telja sumir, að þeir skipti tugum milljóna, Það var ekki fyrr en árið 1998, sem athygli ríkisvaldsins og flokksins beindist að þessum hópi fólks, þegar það svaraði gagnrýni marxískra hugmyndafræðinga með því að mótmæla við skrifstofur héraðsblaða eða sjónvarpsstöðva. Fólkið stóð eða sat við æfingar sínar á opinberum stöðum til að láta í ljós vanþóknun sína og 25. apríl 1999 settist 10.000 manna hópur, að stærstum hluta miðaldra fólk, í mótmælaskyni við múra Zhongnanhai, hverfis valdastéttar ríkis og flokks í Peking. Teningunum var kastað og fyrir lok ársins hafði Falun Gong verið lýst útlægt, afturvirkt, sem er einsdæmi. Síðan hefur markvisst verið unnið að því að uppræta hreyfinguna í Kína og eru ófagrar lýsingar á því, hvernig farið er með iðkendurna, sem er auðvelt að finna, því að þeir segja satt og rétt frá högum sínum, þegar lögreglan tekur þá fasta. Joe Studwell segir grimmdina í garð iðkenda Falun Gong sýna, að í Kína sé enn minna umburðarlyndi stjórnvalda gagnvart gagnrýnum sjónarmiðum en fram hafi komið í nokkru öðru Asíulandi eins og Japan, Suður-Kóreu eða jafnvel Indónesíu, þegar þjóðfélögin þróast frá einu stigi til annars.

Stríð kínverskra valdamanna við félaga í Falun Gong er ekki háð innan landamæra Kína heldur teygir sig um alla veröldina eins og við Íslendingar fáum að reyna núna. Á milli Kína og Íslands er himinn og haf, þegar litið er til virðingar fyrir einstaklingnum og réttindum hans.

Vissuleg

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli