Frétt

Ásgeir Friðgeirsson / pressan.is | 11.06.2002 | 12:03Fyrirmennin smána þjóð sína

Ásgeir Friðgeirsson, ritstjóri Pressunnar.
Ásgeir Friðgeirsson, ritstjóri Pressunnar.
Í yfir tuttugu ár hef ég átt í næstum daglegum samskiptum við útlendinga, ýmist vegna starfa minna eða vegna persónulegra haga. Ég hef undantekningalaust geta varið allt sem íslenskt er og boðið skynsamlegar skýringar á því hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru hér á landi. Slíkar orðræður hafa jafnan snúist um hve sjálfstæðir Íslendingar eru, hve lýðræðishefðin er rótgróin, hversu friðelskandi við erum, frjálslynd, umburðarlynd og hversu sjálfsagt okkur þykir frelsi einstaklinga.
Skömmin og reiðin

Eftir að mér varð ljós ákvörðun ráðherranna þriggja um að meina fólki landvist vegna skoðana sinna og svifta gesti okkar frelsi af sömu ástæðu, hvarf í einni svipan ásýnd þess samfélags sem ég hef alla tíð lofað. Ég fann fyrir skömm. Það brast eitthvað innra með mér. Þetta var eitthvað annað en ein vitlaus ákvörðun. Hvernig liði mér ef ég yrði stoppaður á Kastrup einn daginn og mér meinað að ganga frjáls um danska grund vegna þess að ég væri á einhverjum lista sem einræðisstjórn úti í heimi hefði undir höndum? Hvernig samskipti erum við að taka upp við frændur okkar í Evrópu og víðar?

Eftir á að hyggja varð ég reiður því mér fannst þau Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og Sólveig Pétursdóttir ekki hafa neinn rétt til að niðurlægja mig og aðra Íslendinga með þessum hætti. Mér fannst okkar samfélag hljóta að byggja á traustari grunni en svo að þrír misvitringar geti með einu pennastriki snúið því á haus sem íslenskt nútímasamfélag stendur fyrir.

Smána og misbjóða dómgreind

Og til að bæta gráu ofan á svart tefla ráðherranefnurnar fram embættismönnum til að verja pólitískar ákvarðanir. Þeir reyna að telja fólki trú um að ástæðan fyrir frelsissviftingu ferðamanna til Íslands sé að lögreglan er fámenn og því geti friðsamir mótmælendur ógnað öryggi kínverskra gesta. Hvað er að gerast? Það er ekki nóg að fyrirmenni smána hina íslensku þjóð heldur misbjóða þeir einng dómgreind hennar með útskýringum sem þessum.

Get ekki annað en mótmælt

Eftir ákvörðun ráðherranna þriggja á ég engra kosta völ, - rétt eins og konan í heita pottinum sem sagði vinkonu sinni að hún ætlaði í fyrsta skipti í 25 ár að taka þátt í andófi. Ég mun mótmæla, - en ætlaði annars að láta heimsóknina fara að mestu fram hjá mér. Ég mun leggja mitt af mörkum til þess að sýna kínverskum gestum fram á að Íslendingar una ekki endurteknum mannréttindabrotum í Kína. Og þá vil ég líka mótmæla þeirri frelsissviptingu sem ráðherrunum þremur reyndist svo einfalt að skrifa undir. Ég vil opinbera að ég er af öllu harta andsnúinn ákvörðun hinna misvitru ráðherra um að svipta friðsamlegt fólk frelsi hér á landi að ósk einræðisherra útí heimi svo hann þurfi ekki að horfast í augu við vonda samvisku.

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli