Frétt

bb.is | 10.06.2002 | 15:45Fjórir háskólastyrkir til rannsóknarverkefna á Vestfjörðum

Vilborg Davíðsdóttir er meðal þeirra sem fá styrki til vestfirskra verkefna.
Vilborg Davíðsdóttir er meðal þeirra sem fá styrki til vestfirskra verkefna.
Fimmtán styrkir úr sjóðnum Þekking stúdenta í þágu þjóðar verða afhentir í Tæknigarði Háskóla Íslands á miðvikudag. Þar af eru þrír sem renna til verkefna í Ísafjarðarbæ og einn til verkefnis á Tálknafirði. Þá fjóra styrki sem veittir eru til verkefna á Vestfjörðum hljóta Björg A. Jónsdóttir, Vilborg Davíðsdóttir, Brynja Dögg Friðriksdóttir og Jón Gunnar Schram. Sjóðurinn er tilraunaverkefni til eins árs í samstarfi Stúdentaráðs, Byggðastofnunar, Rannsóknaþjónustu Háskólans, Sambands íslenskra sveitarfélaga og tíu sveitarfélaga sem ákváðu þátttöku. Markmið hans er að auka rannsóknastarf á landsbyggðinni og vekja athygli stúdenta á rannsóknatækifærum og aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni. Stúdentaráð Háskóla Íslands átti frumkvæði að stofnun sjóðsins sem byggir á þriggja milljón króna framlagi Byggðastofnunar og 200.000 króna framlagi frá hverju sveitarfélaganna tíu sem tóku þátt í verkefninu eða alls 5 milljónum króna.
Styrkirnir renna til verkefna í sveitarfélögunum tíu. Þau eru Akraneskaupstaður, Akureyrarkaupstaður, Fjarðabyggð, Grindavíkurkaupstaður, Sveitarfélagið Hornafjörður, Ísafjarðarbær, Sandgerðisbær, Stykkishólmsbær, Tálknafjarðarhreppur og Vestmannaeyjarbær. Alls bárust 47 umsóknir um styrki í sjóðinn en styrkir voru veittir til rannsóknarverkefna, hvort sem um lokaverkefni eða önnur verkefni var að ræða. Fullur styrkur eða kr. 500.000 miðast við 15 eininga verkefni en smærri verkefni fengu úthlutun í hlutfalli við einingafjölda. Umsóknir um styrki voru metnar með hliðsjón af gildi þeirra fyrir viðkomandi sveitarfélög og staðbundum aðstæðum, t.a.m. atvinnulíf, byggðaþróun, félagslega þætti, náttúrulegar aðstæður og menningu.

Hér á eftir er greint nánar frá þeim fjórum verkefnum á Vestfjörðum sem sjóðurinn styrkir.

Björg A. Jónsdóttir hlýtur 166.667 króna styrk vegna verkefnisins Hefur framboð fjarnáms á háskólastigi haft jákvæð áhrif á búsetuskilyrði? Markmið verkefnisins er að svara spurningunni: Hvaða áhrif hefur tilkoma fjarnáms á háskólastigi haft á framboð menntaðs vinnuafls í Ísafjarðarbæ og möguleika fyrirtækja og stofnana á svæðinu til að ráða hæft starfsfólk? Leiðbeinandi Bjargar er Karl Benediktsson lektor í landafræði.

Vilborg Davíðsdóttir hlýtur 100.000 króna styrk vegna verkefnisins Þrettándasiðurinn á Þingeyri sem er rannsóknarverkefni í þjóðfræði. Gerð verður viðtals-og vettvangsrannsókn á dulbúningasið barna í þorpinu sem ganga í hús þann 6. janúar ár hvert grímuklædd sem þjóðtrúarvættir á leið til fjalla eftir veru í mannabyggðum yfir jólin. Þessi siður er að líkindum einstakur á landinu og er markmiðið að kortleggja þróun hans frá upphafi um miðja síðustu öld og til dagsins í dag.

Brynja Dögg Friðriksdóttir hlýtur 233.333 króna styrk vegna verkefnisins Líf í nýju landi, júgóslavneskir flóttamenn. Markmið rannsóknarinnar er að athuga hvernig einn hópur júgóslavneskra flóttamanna hefur náð að aðlagast á Íslandi, nánar tiltekið á Ísafirði. Í rannsókninni verða notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir þar sem tekin verða opin viðtöl við bæði júgóslavneska flóttamenn og heimamenn á Ísafirði, en með þeim aðferðum er reynt að ná fram skoðunum og upplifun viðmælenda.

Jón Gunnar Schram hlýtur 500.000 króna styrk vegna verkefnisins Áframeldi þorsks í Tálknafirði. Rannsóknarverkefnið fjallar um það hvort það borgi sig að veiða undirmálsfisk að vori og ala hann áfram í kvíum. Fjallað er um hvaða atriði hafa áhrif á vöxt þorsks í kvíeldi. Einfalt arðsemislíkan hannað fyrir eldi og vinnslu þorsksins. Samstarfsaðili við verkefnið er Tálknafjarðarhreppur.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli