Frétt

Lilja Rafney Magnúsdóttir | 07.06.2002 | 14:15Að fylgja sannfæringu sinni eða fylgja með straumnum

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Að loknum sveitarstjórnarkosningum vil ég fyrir hönd Vinstri grænna í Ísafjarðarbæ þakka öllu því góða fólki sem vann að framboðinu með okkur og kaus okkur í þessum kosningum, vegna þess að það hafði trú á okkur og málefnunum sem við stóðum fyrir. Það kostar oft kjark að fylgja sannfæringu sinni og í sveitarstjórnarkosningum spilar margt inn í endanlega ákvörðun kjósenda.
Við hjá Vinstri grænum höfðum það að leiðarljósi að reka heiðarlega og málefnalega kosningabaráttu og höfða til skynsemi kjósenda. Þeir kjósendur sem greiddu okkur atkvæði sitt voru að senda meirihluta bæjarstjórnar skilaboð um að þeir vildu breytingar og nýjar áherslur. Það er nauðsynlegt lýðræðinu að veita ráðandi öflum aðhald og gefast ekki upp og láta berast með straumnum.

Vinstri grænir voru að bjóða fram til bæjarstjórnar í fyrsta sinn og það tekur að sjálfsögðu sinn tíma að byggja upp fylgi. Þess vegna erum við ánægð með hvern einasta liðsmann sem bæst hefur í hópinn og þann stuðning sem við fengum, því að við erum að byggja upp framtíðarafl Vinstri grænna í Ísafjarðarbæ.

Hitt er svo annað, að heildarútkoma kosninganna hér í Ísafjarðarbæ vekur vissulega undrun og vonbrigði, þar sem hvorki ríkisstjórn né bæjarstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eiga það skilið að kysst sé á vöndinn. Skilaboð okkar til þessara flokka eiga ekki að vera þau, að allt sé í himnalagi á landsbyggðinni þegar við vitum betur.

Skortir menn kjark og áræði til að rísa upp gegn sitjandi valdhöfum? Eða eru menn orðnir svo óttaslegnir við að styggja ráðandi öfl og ýmsa atvinnurekendur, að þeir treysta sér ekki til annars en að fylgja sitjandi valdhöfum af hræðslu við að annað myndi skaða þeirra atvinnu og persónulegu hagsmuni? Uppákoman á Akureyri á sjómannadaginn, þegar Árna Steinari Jóhannssyni þingmanni Vinstri grænna var skipt út fyrir Valgerði Sverrisdóttur ráðherra sem ræðumanni dagsins, er alvarlegt dæmi um skoðanakúgun sem á ekki að líða í lýðræðisþjóðfélagi. Slíkt er hættuleg þróun og veikleiki fyrir samfélagið.

Vinstri grænir í Ísafjarðarbæ bættu hlutfallslega við sig fylgi frá því í síðustu Alþingiskosningunum á Vestfjörðum. Þannig erum við að styrkja okkur í innra starfi og fá fleiri til liðs við okkur. Hvert einasta atkvæði greitt okkur í þessum kosningum nýtist til áframhaldandi uppbyggingar þó ekki næðum við inn manni í bæjarstjórn í þetta sinn. Það kemur næst.

Þess vegna göngum við glaðbeitt út í sumarið með góðan hóp nýrra félaga sem eru rétt að byrja baráttuna fyrir betra samfélagi. Takk fyrir okkur.

Kjörinni bæjarstjórn óska ég velfarnaðar í starfi á komandi kjörtímabili.

– Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður Vinstri grænna í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli