Frétt

bb.is | 07.06.2002 | 12:03Kómedíuleikhús Elfars Loga hlýtur styrk frá Sjóvá–Almennum

Elfar Logi Hannesson leikari með meiru.
Elfar Logi Hannesson leikari með meiru.
Kómedíuleikhúsið á Ísafirði, sem Bílddælingurinn Elfar Logi Hannesson stendur að, hlaut í gær 150.000 króna styrk úr menningarsjóði Sjóvár–Almennra trygginga hf. til að færa upp einleikinn Mugg, sem hefur verið í undirbúningi hjá leikhúsinu um tveggja ára skeið. Í samtali við blaðið sagðist Elfar Logi að vonum vera ánægður með styrkinn þó enn vanti um eina og hálfa milljón króna svo hægt verði að færa verkið á fjalir í haust. Áætlað er að uppfærsla þess muni kosta um fjórar milljónir króna. Einleikurinn rekur ævi listmálarans Guðmundar Thorsteinssonar frá Bíldudal, sem var betur þekktur sem Muggur. Elfar Logi leikur eina hlutverk verksins auk þess sem hann semur það í teymi við ísfirska leikstjórann Vigdísi Jakobsdóttur.
„Handritsvinnu okkar Vigdísar lauk nýlega og nú vinnur Kristinn Jóhann Níelsson að tónlist við verkið. Kvikmyndaleikstjórinn Ragnar Bragason frá Súðavík mun síðan fljótlega koma sér fyrir í sumarhúsi sínu í Súðavík og ég býst við að þá hefjist upptökur fyrir kvikmyndaþátt sýningarinnar“, sagði Elfar Logi, en í verkinu er ætlunin að blanda saman tveimur listformum, leiklistinni og kvikmyndinni. Eini þátttakandi uppfærslunnar sem ekki er Vestfirðingur að uppruna er nýráðinn leikmyndahönnuður, Rebekka A. Ingimundardóttir, en Elfar Logi segir hana rísandi stjörnu í íslensku leikhúslífi sem m.a. hafi vakið mikla athygli fyrir leikmynd sína við Strompleik Halldórs Laxness.

Stefnt er að því að frumsýna verkið um miðjan október á Bíldudal, fæðingarstað Muggs. Eftir það er ætlunin að sýna leikritið á Ísafirði og í Reykjavík. „Ætlunin er síðan að hafa verkið ávallt til taks. Það þýðir að ég verð alltaf reiðubúinn að flytja það fyrir ferðahópa sem koma hér að sumri og á haustin þegar leikhúslífið á Ísafirði er í lágmarki. Það yrði ferðaþjónustunni hér án efa til framdráttar ef hægt verður að bjóða upp á leikhús með litlum fyrirvara allan ársins hring“, segir Elfar Logi.

„Muggur var án efa einn mesti listamaður landsins og afrekaði mikið á ævi sinni, en hann lést aðeins 33 ára að aldri, langt um aldur fram,“ segir Elfar Logi og nefnir í því sambandi söguna um Dimmalimm, myndskreytingar Muggs við ljóð Theodóru Thoroddsen, móðursystur sinnar (sem um tíma var sýslumannsfrú á Ísafirði), og málverkið „Kolaburður í Reykjavík“ máli sínu til stuðnings. Að sögn Elfars Loga var Guðmundi Thorsteinssyni margt annað til lista lagt. Hann var góður leikari og lék m.a. í kvikmyndinni „Saga Borgarættarinnar“ og söng og fór með gamanmál við hvert tækifæri á barnaskemmtunum.

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði er annað tveggja atvinnuleikhúsa sem starfa á landsbyggðinni. Leikhúsið var stofnað 1997 og hefur fært upp fjóra leiki, nú síðast Leik án orða eftir Samuel Beckett sem var sýnt við góðar undirtektir í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á síðasta ári.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli