Frétt

| 03.08.2000 | 09:58Umferðin, áfengið og afleiðingarnar

Allar gera sér grein fyrir hættum samfara umferð bíla og annarra ökutækja, bara misjafnlega mikið. Verst gengur ungum karlmönnum að átta sig á því, að bílinn er ekki eitt leikfangið í viðbót. Margir velta því fyrir sér, ekki síst að nýlokinni verslunarmannahelgi, hvers vegna svo margir sem raun ber vitni leyfi sér þá ósvinnu að aka undir áhrifum áfengis. Sí og æ erum við Íslendingar minntir á það, að alltof margir komast í gegnum ökupróf án þess að eiga það skilið. Glannaakstur ósjálfráða ungmenna ætti auðvitað að leiða til þess að foreldrarnir, forsjármenn barnsins, sem ekki hefur náð 18 ára aldri, svipti það heimildinni til að aka. Getur virkilega verið að taka þurfi upp reglur svipaðar útivistarreglum barna og ungmenna til þess að hjálpa foreldrum til að halda aftur af glannaskap barna sinna? Eða getur það verið að foreldrar viti ekki af því að börnin þeirra eru börn samkvæmt íslenskum lögum til fullnaðs 18 ára aldurs? Vart verður því trúað að þeir leggi blessun sína yfir glannaakstur, sem stundum endar
með manndrápum, því miður.

Bílar eru stórhættuleg tæki. Óvarleg notkun þeirra hefur í för með sér slys, örkuml og dauða. Við vorum minnt rækilega á það þegar tveir ungir menn veltu bíl sínum í Eyjafirði. Það er hörmulegt fyrir foreldra og önnur ættmenni að sjá á eftir ungmennum, sem hefðu getað átt alla ævina framundan, týna lífi með þessum hætti. Það er óásættanlegt að umferðin taki þann mikla toll sem raun ber vitni, hvert dauðsfallið á fætur öðru.

Hver einasti hugsandi maður gerir sér grein fyrir því, að aukinn hraði í umferðinni þýðir fleiri dauða og slasaða. Samt eru talsmenn hraðans háværir og kraftmiklir. Þeir líta, eins og ungu drengirnir með nýja bílprófið, þannig á tilveruna, að akstur sé leikur. Ef það er lausn má byggja eins marga leikvelli og þarf fyrir áhættufíkla, sem fá útrás í umferðinni, verði það á annað borð til þess að halda þeim í skefjum á vegum og götum úti. Alltof mörg dæmi eru um unga ökumenn sem valda slysum, venjulega þeim sem hafa alvarlegustu og verstu afleiðingarnar í för með sér. Tölur sýna það. En það vonda í málinu er að stúlkurnar vilja jafnrétti á öllum sviðum og nýlegt dæmi er um stúlku af Vesturlandi, með nýtt bílpróf, sem olli alvarlegu slysi.

Þótt verslunarmannahelgin með auknu eftirliti lögreglu sé senn liðin, er hollt að minnast þess að alltaf þarf að fara varlega. Lögreglan hefur aukið eftirlit sitt mjög mikið. En eftirlit hennar er afleiðing af vondri umferðarmenningu. Það er varnarbarátta fyrir lífi og limum saklauss fólks, ekki hugsað til að ergja borgarana. Enda er snöggtum skárra að vera hirtur af löggunni fyrir of hraðan akstur eða ölvunarakstur en að valda slysum og tjóni af þessum orsökum. Tökum okkur öll á það sem eftir lifir árs og sýnum hvert öðru og okkur sjálfum þá sjálfsögðu tillitssemi að virða umferðarlögin. Það eru lífsnauðsynlegir mannasiðir í nútíma þjóðfélagi.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli