Frétt

Stakkur 23. tbl. 2002 | 05.06.2002 | 16:35BB þyrfti að vera beittara í umfjöllun!

Það hefur vakið athygli með hverjum hætti frambjóðendur hafa brugðist við kosningaúrslitum. Framsóknarmenn hafa eðli málsins fagnað á nokkrum stöðum, svo sem í Kópavogi, Garðabæ og í Ísafjarðarbæ. Þar vann flokkurinn mann af Samfylkingu að því er ætla má. Frjálslyndir og óháðir unnu kosningasigur í Reykjavík og fögnuðu mjög. Sjálfstæðismenn þar voru nokkuð hnípnir meðan félagar þeirra í Reykjanesbæ og Mosfellsbæ fögnuðu miklum sigri. Sjálfstæðismenn í Ísafjarðarbæ töpuðu nokkru fylgi en unnu ótvíræðan varnarsigur undir forystu hins farsæla og úrræðagóða bæjarstjóra Halldórs Halldórssonar. Enda náðu þeir saman aftur við annan sigurvegarann á Ísafirði, Framsóknarflokkinn. Í Vesturbyggð náðu Sjálfstæðismenn og óháðir glæsilegum árangri og fengu hreinan meirihluta. Í Bolungarvík varð glæislegt jafntefli en hlutkestið féll sjálfstæðismönnum þar í skaut. Þrátt fyrir undarlega uppákomu varðandi grun og rannsóknir um meinta farsímanotkun listamanna er sátu með kjörstjórn virðist allt þar að falla í ljúfa löð. Enda er það svo að staða flestra sveitarfélaga er með þeim hætti að allir fulltrúar í sveitarstjórn verða að leggjast á eitt til að ná árangri fyrir umbjóðendur sína.

Sem fyrr segir er eftirtektarvert að sjá viðbrögð sigurvegaranna. Árni Sigfússon verðandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sem vann einhvern stærsta sigurinn í kosningunum í maí, hefur brugðist við af hógværð og lítillæti, þakkar öðrum og kjósendum sigurinn. En því til viðbótar vill hann virkja alla bæjarfulltrúa til góðra verka líkt og Bæjarmálafélagið í Bolungarvík lofaði þegar það tapaði hlutkestinu. Hinn sigurvegarinn í Ísafjarðarbæ var Frjálslyndi flokkurinn og óháðir. Forystumaður þeirra í bænum, Magnús Reynir Guðmundsson, fyrrum varaþingmaður og keppinautur við Gunnlaug Sigmundsson um þingsæti 1995, hefur leikið hlutverk hins sigraða að kosningum loknum ef eitthvað er að marka það sem haft hefur verið eftir honum og hann hefur sagt í Svæðisútvarpi Vestfjarða. Sem kunnugt er hafði Gunnlaugur þingsætið en vék svo fyrir Kristni H. Gunnarssyni fjórum árum síðar.

En Magnús Reynir er engan veginn óreyndur í pólitík. Hann er fyrrverandi bæjarritari í Ísafjarðakaupstað, auk þess er áður var talið. Magnús Reynir hefur setið á Alþingi og notið trausts Framsóknarflokksins sem varabæjarfulltrúi á Ísafirði. Nú skammar hann BB fyrir samsvarandi skoðanakönnun og Halldór Jónsson, er féll með A listanum nú, taldi fyrir fjórum árum marktæka, þrátt fyrir hátt hlutfall óvissra. Magnús Reynir komst inn nú, Halldór ekki. En stórmannlegt er það ekki og klár móðgun við kjósendur að kenna svo BB um að þeir hafi ekki kosið hann. Voru þeir þá ólæsir sem kusu Frjálslynda flokkinn og óháða eða hvað? Það er af sem áður var þegar Magnús Reynir skammaði BB í 15 ára afmælisblaðinu 1999 fyrir að vera ekki nógu beittir í umfjöllun um samfélagsmál. Hvað er að vera beittur ef ekki að fjalla um það er hæst ber hverju sinni og leita viðbragða? Magnús Reynir varpaði ljósmyndara BB á dyr og neitar að tala við BB. Væri honum ekki nær að skýra málið fyrir kjósendum sem treystu Frjálsynda flokknum, því ekki er hann einn innanborðs.


bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli