Frétt

mbl.is | 03.06.2002 | 18:41Ölvaðir í bíl og með fíkniefni í fórum sínum

Lögreglan á Selfossi hafði um helgina afskipti af tveimur mönnum á bíl sem voru á leið vestur Eyrarbakkaveg við Þorlákshafnarveg. Í ljós kom að ökumaður var undir áfengisáhrifum. Það vakti athygli lögreglumannanna að hægri bílhurðin opnaðist og lokaðist strax aftur rétt í því sem bíllinn stöðvaðist. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að við hlið bílsins var lítill plastpoki með drapplituðu dufti sem reyndist vera amfetamín.
Fram kemur í dagbók lögreglunnar á Selfossi að í kjölfarið var gerð ítarleg leit í bifreiðinni. Við þá leit fannst hassmulningur og tól til að reykja hassið. Mennirnir voru handteknir og færðir í fangageymslu. Við yfirheyrslur í lögreglustöð viðurkenndu þeir að hafa átt amfetamínið saman en ökumaðurinn gekkst við að eiga hassið og reykjartólin. Málið er upplýst og mennirnir mega búast við ákæru.

Í síðustu viku var norræn umferðarvika þar sem lögreglan á öllum Norðurlöndum fylgdist sérstaklega með notkun öryggisbelta, of hröðum akstri og ölvunarakstri. Eftir vikuna hafa ökumenn verið kærðir vegna 156 umferðarlagabrota. Þar af var 81 kærður fyrir hraðakstur. Geta má þess að á föstudag voru 23 kærðir fyrir að aka of hratt á Hellisheiði. Sautján þeirra voru mældir með ratsjá sem tengd er við myndavél sem sjálfkrafa myndar þau ökutæki sem ekið er yfir leyfilegum hraða. Dæmi eru um að sama bifreið hafi verið mæld á of miklum hraða tvisvar sama daginn, það er í báðar áttir. Þrír voru kærðir fyrir ölvunarakstur, átta fyrir að vera ekki með öryggisbelti, fimmtán voru ekki með ökuskírteini meðferðis. Í einu tilviki var einum farþega of mikið í ökutæki, tveir fengu kæru fyrir að aka á negldum dekkjum og ýmis fleiri brot komu við sögu.

Harður árekstur varð á gatnamótum Engjavegar og Tryggvagötu á Selfossi. Á gatnamótunum eru umferðarljós sem hafa ekki verið virk að undanförnu heldur hefur gult ljós verið látið blikka. Við þær aðstæður er biðskylda á umferð um Tryggvagötu. Ökumaður sem leið átti um Tryggvagötu gætti ekki að þessu og ók í veg fyrir bifreið sem ekið var eftir Engjavegi. Einn hlaut minni háttar meiðsl í þessum árekstri.

Snemma á fimmtudag ók ökumaður útaf Suðurlandsvegi á móts við Ingólfshvol í Ölfusi og hafnaði þar í skurði. Ökumaður sem mun ekki hafa verið í öryggisbelti kastaðist til í bifreiðinni og hafnaði í aftursæti og komst ekki út af eigin rammleik. Hann var fluttur á slysadeild Landspítala í Fossvogi. Meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Ekki er vitað um ástæðu þess að ökumaður missti bifreið sína útaf veginum.

Um helgina var tilkynnt um innbrot í þrjá sumarbústaði sem eru skammt neðan við Laugarvatn og einn bústað í landi Vatnsholts í Grímsnesi. Ekki er vitað með vissu hverju var stolið en eitthvert eignatjón mun hafa orðið er menn brutu sér leið inn í húsin.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli