Frétt

bb.is | 03.06.2002 | 18:37Fimmtíu ára fermingarsystkini hittast á Ísafirði

Hópurinn samankominn á Silfurtorgi.
Hópurinn samankominn á Silfurtorgi.
Ísfirðingar sem fermdust fyrir fimmtíu árum gerðu sér glaðan dag, eða daga, um liðna helgi. Fermingasystkinin hittust í Orkubúshúsinu í Engidal á föstudagskvöld, en morgunin eftir gengu menn um bæinn, sýndu sig og sáu aðra. Kl. 13:30 var komið saman á Silfurtorgi og síðan farið í siglingu með Sjóferðum H&K um Pollinn og nærliggjandi hafsvæði. Í siglingunni bauð Halldór Helgason upp á rauðmaga, skötu og fleira góðmeti.
Síðla dags var farið í óvissuferð sem endaði með hátíðarkvöldverði á Núpi í Dýrafirði. Að málsverði loknum dönsuðu fermingasystkinin fram á nótt undir þróttmiklum harmonikkuleik. Á sunnudag fór mannskapurinn svo í sjómannadagsmessu og endaði mótið á léttum hádegisverði í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju.

Efsta röð frá vinstri: Einar S. Einarsson, Karl Reynir Guðfinnsson, Guðjón Finndal Finnbogason, Jón Arinbjörn Ásgeirsson, Garðar Ingvar Sigurgeirsson og frú, Erna Magnúsdóttir, Arnar Geir Hinriksson, Hreinn Pálsson. Önnur röð frá vinstri: Kona Einars Einarssonar, Haukur Harðarson, Sigrún Steinsdóttir, Guðbjörn Charlesson, Hrefna Einarsdóttir, Þóra Þórleifsdóttir, Auður Hagalín, Erna Magnúsdóttir, Jón Dahlman, Gunnar Sigurjónsson og frú. Þriðja röð frá vinstri: Gerða Helga Pétursdóttir, Guðrún Hansína Jónsdóttir, Ásgeir Samúelsson, Guðjón Lúðvík Viggósson, Gréta Aðalsteinsdóttir, Jóna Jónsdóttir, Lára Helgadóttir Neðsta röð frá vinstri: Garðar S. Einarsson, næst koma tveir makar fermingasystkina, Árný Alda Sigurðardóttir, Ólafía Aradóttir, Þuríður Eggertsdóttir, Hörður Jakobsson, Hulda Guðmundsdóttir og eiginmaður, Auður Þorgerður Jónsdóttir.

Gylfi Ólafsson. | 28.10.16 | 07:30 Sakar Óðinn um hræðsluáróður

Mynd með frétt Málflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli