Frétt

flateyri.com | 03.06.2002 | 18:22Vel heppnaður sjómannadagur

Koddaslagurinn við Flateyrarhöfn. <br> Ljósmynd: flateyri.com.
Koddaslagurinn við Flateyrarhöfn. <br> Ljósmynd: flateyri.com.
Óhætt er að segja að sjómannadagurinn á Flateyri hafi lukkast vel í ár. Veður gott og góð stemmning í fólki. Hátíðarhöldin hófust með því að landmenn höfðu sigur á sjómönnum í fótbolta en stjarna leiksins var án efa dómarinn, Eiríkur Finnur Greipsson, sem stjórnaði leiknum af festu og öryggi og án nokkurs tillits til þekktra fótboltareglna. Hann var með rússneska herforingjahúfu á höfði og vald hans því óumdeilt. Eftir leikinn var mikið sprellað á íþróttasvæðinu auk þess sem tónleikar voru framdir af vörubílspalli.
Í sundhöllinni var keppt í fjölda sundgreina en þar skipar stakkasundið veglegan sess enda lengst hefð fyrir því á staðnum. Að þessu sinni var stakkasundið boðsund og voru það þeir bræður Teitur Björn og Kristján Torfi Einarssynir sem höfðu þar sigur. Dagskrá laugardagsins lauk svo með dúndur dansleik í samkomuhúsi staðarins. Þar var rifjuð upp gömul samkomuhúss stemning þar sem hver kom með sitt og deildi með vinum og kunningjum. Húsið var troðfullt og fjörið í fyrirrúmi.

Dagskrásjálfs sjómannadagsins hófst með hópsiglingu trillubáta og var þorpsbúum boðið í skemmtiferð um fjörðinn og var mikill fjöldi sem nýtti sér það og hafði gaman af, ekki síst börnin. Hin hefðbundna skrúðganga frá höfninni til kirkju var á sínum stað og að lokinni sjómannamessunni var gengið til kirkjugarðs og blómsveigur lagður á leiði óþekkta sjómannsins. Að því loknu hófst kappróðurinn sem fylgt hefur þessum degi frá ómunatíð og höfðu trillukarlar sigur í flokki karla en Kambur í kvennaflokki. Að loknum róðrinum tóku ærslin við þar sem börn og fullorðnir fengu bað í köldum sjónum. Að venju var fjörið mest í koddaslagnum sem hefur ótrúlegt aðdráttarafl og allir verða börn á ný á meðan hann stendur yfir. Hlynur Kristjánsson sýndi töluverð tilþrif framan af og sendi andstæðinga sína í röðum í hafið en fór að lokum á eftir þeim og það var Björn Gunnarsson sem stóð uppi sem sigurvegari í þessum vinsæla leik.

Hafnardagskránni lauk svo með marhnútaveiðikeppni þar sem fjöldi barna reyndi veiðieðlið og það var hin sjö ára gamla Elísabet Magnúsdóttir sem þar varð hlutskörpust. Hátíðarhöldunum lauk svo með verðlauna afhendingu í Vagninum þar sem slysavarnakonur voru með kaffisölu. Langt á annað hundrað manns mætti þar í kaffi og seldist allt bakkelsi upp áður en yfir lauk.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli