Frétt

bb.is | 29.05.2002 | 16:58Sýknaður af ákæru fyrir ölvunarakstur

Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað karlmann á fertugsaldri af ákæru fyrir að hafa ekið ölvaður á Flateyri í lok síðasta árs. Talið var að maðurinn hefði ekið bíl frá veitingahúsi heim til sín seint um nótt en fyrir dómi bar bróðir mannsins að hann hefði ekið bílnum og taldi héraðsdómari að ekkert hefði komið fram sem hnekkti þeim framburði.
Hringt var til lögreglunnar á Ísafirði aðfaranótt laugardagsins 29. desember og sagt að viðkomandi maður hefði ekið ölvaður frá veitingastaðnum Vagninum á Flateyri. Tveir lögreglumenn óku til Flateyrar og var þá bíll, sem er í eigu bróður mannsins, utan við heimili hans og lykill var í kveikjulásnum.

Þegar lögreglumenn börðu að dyrum kom maðurinn fram og sagði lögreglumönnunum frá því að hann hefði ekki ekið bifreiðinni, heldur hefði einhver annar ekið henni frá Vagninum og að húsinu. Maðurinn var síðan handtekinn og færður á lögreglustöð.

Lögregla tók skýrslu af manninum daginn eftir, eftir dvöl í fangahúsi. Hann sagðist hafa ekið að heimili sínu um klukkan 20 á bifreiðini, dvalið þar í um klukkustund, en gengið þá heim til foreldra sinna, þar sem hann hefði dvalið í um hálfa klukkustund, en síðan gengið til baka og dvalið aftur heima hjá sér í um klukkustund. Þá hefði hann ekið á veitingastaðinn Vagninn og drukkið hálfan lítra af bjór. Um miðnætti hefði hann ekið bifreiðinni aftur heim og dvalið þar um 20 mínútur til hálfa klukkustund, síðan gengið aftur á Vagninn og dvalið þar og neytt áfengis, uns staðnum var lokað. Eftir það hefði hann gengið aftur heim. Alkóhól í blóði mannsins mældist 1,56? og 2,04? í þvagi.

Fyrir dómi sagði maðurinn síðan að hann hefði komist að því síðar að bróðir hans og eigandi bílnum hefði ekið bílnum þangað. Hefði hann nærri verið farinn að trúa því sjálfur að hann hlyti að hafa ekið henni þessa leið. Hann hefði þó vitað hið rétta er honum var birt ákæra og fyrirkall, en ekki vitað hverjum hann ætti að skýra frá atvikum. Hann hefði verið ný kominn í Brynjubæ er lögreglan hefði barið þar að dyrum og aðeins búinn að dvelja þar í nokkrar mínútur í mesta lagi. Þetta staðfesti bróðir hans fyrir dómi.

Í niðurstöðu héraðsdóms segir, að framburður bróðurins sé ótrúverðugri en ella fyrir þá sök að hann kom ekki fram fyrr en við aðalmeðferð málsins, en fullt tilefni hefði verið fyrir hann, sem kvaðst hafa orðið þess var að bróðir hans var grunaður um að hafa ekið bifreiðinni ölvaður, að upplýsa rannsóknara þegar um að hann hefði ekið bifreiðinni. Eins er með ólíkindum að ákærði, sem kvaðst hafa frétt það áður en málið var höfðað að bróðir hans hefði ekið bifreiðinni, skyldi ekki upplýsa lögreglu um það. Þessi atriði séu þó ekki nægjanleg til að framburðurinn verði metinn rangur og þegar málið sé virt í heild þyki ekkert liggja fyrir sem hnekki framburði hans um að hann hafi ekið bifreiðinni.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli