Frétt

| 31.07.2000 | 11:43Sonurinn sigraði með yfirburðum

Auðunn Einarsson.
Auðunn Einarsson.
Auðunn Einarsson, Golfklúbbi Ísafjarðar, sigraði með yfirburðum án forgjafar á minningarmóti um Einar Val Kristjánsson, sem fram fór í Tungudal við Ísafjörð á laugardag og sunnudag. Anna Ragnheiður Grétarsdóttir, GÍ, sigraði í kvennaflokki bæði með og án forgjafar. Keppendur á mótinu voru alls 53.
Auðunn lék 36 holurnar á 146 höggum án forgjafar, annar varð Hans Isebarn, GR, á 157 höggum og þriðji Kristinn Kristjánsson, GÍ, á 160 höggum. Með forgjöf sigraði í karlaflokki Hreinn Pálsson, GÍ, á 135 höggum, annar varð Karl Einarsson, GÍ, á 138 höggum, og þriðji Samúel Einarsson, GÍ, einnig á 138 höggum.

Anna Ragnheiður sigraði án forgjafar á 190 höggum, í öðru sæti varð Sigurbjörg Gunnarsdóttir, GS, á 197 höggum, og í þriðja sæti Helga Guðjónsdóttir, GP, á 204 höggum.

Með forgjöf sigraði Anna Ragnheiður á 134 höggum, Sigurbjörg varð önnur á 153 höggum og Helga þriðja á 156 höggum.

Nándarverðlaun á 6. braut hlaut fyrri daginn Gunnar P. Ólason, GÍ, og seinni daginn Felix Haraldsson, GP. Nándarverðlaun á 7. braut hlaut fyrri daginn Auðunn Einarsson og seinni daginn Hreinn Pálsson.

Auðunn Einarsson golfmeistari er sonur Einars Vals Kristjánssonar, yfirkennara á Ísafirði, sem mót þetta var til minningar um eins og undanfarin ár.

Einar Valur heitinn, sem lést fyrir tæpum fjórum árum, var í hópi hinna allra fjölhæfustu íþróttamanna, hvort heldur til líkama eða sálar. Hann var mjög góður skíðamaður og keppti á Ólympíuleikum, ágætur sundmaður, knattspyrnumaður í fremstu röð á yngri árum en badmintonleikari af lífi og sál á seinni árum. Hann var einn af bestu bridgespilurum landsins og ágætur skákmaður.

Einar Valur var lengi framkvæmdastjóri Golfklúbbs Ísafjarðar og annaðist rekstur klúbbsins í Tungudal í nærri áratug. Hann er einn þeirra sem farið hafa holu í höggi á golfvellinum í Tungudal.

bb.is | 27.09.16 | 13:23 Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með frétt Reglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli