Frétt

Stakkur 22. tbl. 2002 | 29.05.2002 | 14:48Nú tekur alvaran við

Öllum sem náðu kjöri á laugardaginn er óskað til hamingju með árangurinn. Minnt er á þá staðreynd að hið daglega amstur bíður sveitarstjórnarmanna. Mynda þarf meirihluta þar sem þeir voru ekki kosnir eins og til dæmis í Vesturbyggð eða valdir með hlutkesti eins og í Bolungarvík. Hæst ber „sigur“ R listans er hélt velli í höfuðborginni, þrátt fyrir örlítið tap. Árangur Frjálslyndra var þar eftirtektarverður þótt sem fyrr sé minnt á það að einn maður af sérframboði á ekki skemmtilega framtíð fyrir höndum ráði hann ekki beinlínis meirihlutamyndun. Það reyndist rétt sem vikið var að fyrir viku að úrslit í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri yrðu eftirtektarverð. Hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokks í fyrstnefnda sveitarfélaginu og Samfylkingar í hinu næsta sýndu skýrar línur. Sigur Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ var eftirtektarverður sem og fall meirihluta vinstri manna í Fjarðabyggð, þar sem sósíalistar réðu öllu bróðurpart síðustu aldar, að minnsta kosti í Neskaupstað.

Skoðanakannanir eru vandmeðfarnar en örskömmu fyrir kosningar sýndu þær marktækan mun á fylgi sjálfstæðismanna og R lista í Reykjavík. Sem fyrr virðast þær, að minnsta kosti framan af, sýna meira fylgi Sjálfstæðisflokks en annarra. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks eru samkvæmt því fyrri til að gera upp hug sinn en aðrir. Það mátti búast við marktæku fylgistapi ríkisstjórnarflokkanna um allt land vegna langrar setu við landstjórnina. Það varð miklu minna á landsvísu en reynslan hefur áður sýnt. Vonbrigði Sjálfstæðismanna vegna úrslita í Reykjavík eru eðlileg og skiljanleg. Viðbrögð Björns Bjarnasonar fyrrverandi menntamálaráðherra, sem gaf ráðherraembættið upp á bátinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar, eru athyglisverð. Verkefnið sem hann tók að sér er rétt að byrja að hans sögn. Sums staðar sótti Sjálfstæðisflokkur á. Sama var um Framsóknarflokk. Annars staðar gekk þeim báðum miður. Meirihluti í Kópavogi hélt og framsóknarmenn sóttu á. Í Hafnarfirði féll framsóknarmaðurinn en Sjálfstæðisflokkur sótti á. Samfylkingu gekk vel á einum stað en annars staðar illa svo sem í Keflavík og í Ísafjarðarbæ, gömlu kratavígi.

Tvennt vekur eftirtekt í Ísafjarðarbæ, sigur Framsóknarflokks og Magnúsar Reynis, sem kannski er næstum kominn hringinn og heim. Lilja Rafney reyndist svo sem spáð var fyrir hálfum mánuði í fámennum hópi. A listans verður minnst fyrir misheppnaðan ópólitískan klósetthúmor. Pólitík byggð á salernishugsun gengur venjulega ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hélt sínu nokkuð vel enda sótti meirihlutinn í sig veðrið. Ef dregin verður einhver ályktun af niðurstöðum kosninganna í Ísafjarðarbæ og víðar, þá ræðst árangur greinilega af fólki í báráttusætum, Svanlaug Guðnadóttir reyndist B listanum góður kostur. Samfylkinginn beið afhroð og enn verri var niðurstaðan þegar litið er til þess að Vinstri grænir höfðu lítið fylgi. En Magnús Reynir fékk það umtalsvert. Fróðlegt verður að sjá hvernig meirihlutinn ræðst. Skemmtilegasta og mest spennandi niðurstaðan varð þó í Bolungarvík, þar sem hlutkesti skapaði sjálfstæðismönnum áframhaldandi meirihluta. Þjóðinni er óskað til hamingju með árangurinn og þess vænst að vel dugi næstu fjögur ár.


bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli