Frétt

Leiðari 22. tbl. 2002 | 29.05.2002 | 14:44Að loknum kosningum

Útleggingar leiðtoga stjórnmálaflokka og framboða á niðurstöðum kosninga, sigrum og varnarsigrum og árangri (eftir aðstæðum og hvernig á málið er litið) verða vonandi áfram skemmtiefni í tómarúminu sem skapast, meðan setið er að samningum í þeim sveitarfélögum þar sem hreinn meirihluti náðist ekki.

Vestfirðingar missa trúlega alfarið af eftirkosningaspennunni að þessu sinni. Mjótt varð á munum á Hómavík þar sem tvö atkvæði skildu á milli feigs og ófeigs og hlutkesti færði Sjálfstæðisflokknum í Bolungarvík meirihluta. Í Súðavík og Vesturbyggð setjast menn beint í stólana.

Úrslitin í Ísafjarðarbæ benda til þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur taki upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir kosningar. Framsóknarflokkur og Frjálslyndir og óháðir hljóta að teljast sigurvegar kosninganna. Sá fyrnefndi eykur fylgi sitt og bætir við sig manni, sá síðar nefndi fær mann kjörinn í fyrsta framboði til bæjarstjórnar. Hvað Samfylkinguna varðar má ef til vill orða það svo að hún hafi að mestu fengið staðfestingu á hlutdeild sinni í K-listafylginu fyrir fjórum árum. Tvö framboð höfðu ekki erindi sem erfiði.

Þegar kosningamóðurinn er runninn af mönnum gerir hinn almenni bæjarbúi þær kröfur til nýkjörinna bæjarfulltrúa að þeir snúi bökum saman í þeim málum sem til heilla horfa fyrir samfélagið í heild, en veiti hver öðrum aðhald á öðrum sviðum.

Sjómannadagurinn

Þótt ekki séu nema 15 ár síðan Sjómannadagurinn var lögskipaður frídagur eru samt sem áður 64 ár síðan sjómenn ákváðu að helga sér sérstakan frídag, sem þeir kenndu við starfsstéttina.

Sú eftirvænting sem lengi vel ríkti meðal íbúa sjávarplássa þegar Sjómannadagurinn nálgaðist er horfin að mestu. Bæjarins besta hefur ekki farið dult með hryggð sína yfir því deyfðarleysi, sem einkennt hefur hátíðisdag sjómanna í mörg ár. Hverju um er að kenna skal engum getum að leitt. Kannski er þetta bara einn af fylgifiskum tækniþjóðfélagsins, sem virðast á góðri leið með að uppræta flest hinna eldri gilda, sem áður voru talin forsenda mannlegra samskipta.

Bæjarins besta sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur í tilefni dagsins.
s.h


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli