Frétt

bb.is | 27.05.2002 | 14:26Misjöfn viðbrögð við úrslitum kosninganna í Ísafjarðarbæ

Ísafjörður.
Ísafjörður.
Eins og gefur að skilja eru oddvitar listanna sex sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ misánægðir með úrslit kosninganna og vilja mismikið tjá sig um þau. Bæjarins besta hafði samband við oddvitana í dag til að athuga viðbrögð þeirra við úrslitunum. „Ég er þokkalega sátt við okkar útkomu, þó við hefðum náttúrlega viljað ná inn manni“, sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, efsti maður á lista Vinstri grænna.
„Ég lít á þetta sem fyrsta skrefið í því að bæta stöðu Vinstri grænna í Ísafjarðarbæ. Við vorum að bjóða fram í fyrsta sinn og erum ekkert að hætta. Það eru vonbrigði að meirihlutinn hafi haldið sinni stöðu og vel það, og við teljum að þessir tveir flokkar eigi þetta traust ekki skilið, hvorki í Ísafjarðarbæ né á landsvísu. En ég óska öllum bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar til hamingju með kjörið og vona að þeir eigi eftir að láta gott af sér leiða.“

Samfylkingin fékk tvo bæjarfulltrúa kjörna á Ísafirði og segir Lárus Valdimarsson, sem skipar efsta sæti S-lista, úrslitin vera mikil vonbrigði. „Það er greinilegt að þessi klofningur, sem endurspeglast í þessum fjölda framboða, bitnar mest á okkur. Það var vitað fyrirfram að Vinstri grænir myndu taka fylgi af okkur. Það sem kom á óvart er að F-listi tók af okkur mikið fylgi en frekar lítið af sjálfstæðismönnum. Ég gaf það út fyrir kosningar að Framsókn myndi sigla tiltölulega lygnan sjó, enda héldu þeir sínu fylgi og rétt rúmlega það“, sagði Lárus.

Einnig tekur Lárus fram að honum þyki lítið til baráttuaðferða D-listans koma. „Að mínu mati er ástæða þess að sjálfstæðismenn halda sínu þessi kosningavél þeirra, þessi maður á mann aðferð. Menn einbeita sér að þeim sem eru félagslega veikastir fyrir. Þarna er náttúrlega bara verið að nota gömlu aðferðina, nokkuð sem við gerðum ekki. Við vorum að heyja kosningabaráttu á allt öðrum forsendum og það virtist ekki virka. Menn verða bara að taka þessu og velta fyrir sér hvort það borgi sig ekki að fara út í gamaldags pólitík“, sagði Lárus.

A-listi Nýs afls náði ekki inn manni í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, og segir Halldór Jónsson, oddviti listans, að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum. „Burt séð frá því hvernig við komum út er ekki hægt að lesa annað út úr úrslitunum en að fólk á Vestfjörðum sé ánægt með það sem hefur verið að gerast að undanförnu, bæði í bæjarmálum og landsmálum“, sagði Halldór.

F-listi Frjálslyndra og óháðra náði einum manni inn í bæjarstjórn. Hinn nýkjörni bæjarfulltrúi listans, Magnús Reynir Guðmundsson, sagði það eitt að hann vildi ekkert tjá sig um úrslitin í Bæjarins besta. Þess má einnig geta að Magnús Reynir vísaði ljósmyndara blaðsins á dyr er hann heimsótti kosningavöku F-listans aðfaranótt sunnudags.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og efsti maður á lista sjálfstæðismanna, segist ánægður með úrslit kosninganna. „Þrátt fyrir að okkar fylgi hafi lækkað örlítið, verður að taka það með í reikninginn að þrjú framboð bættust við og menn herjuðu svolítið á Sjálfstæðisflokkinn í kosningabaráttunni. Við settum okkur það markmið að halda inni okkar fjórða manni og það tókst. Ég er mjög sáttur og tel augljóst að kjósendur eru að ætlast til að við höldum áfram og þeir treysta okkur til þess. Ég er mjög ánægður með það“, segir Halldór.

Hjá framsóknarmönnum ríkir mikil gleði og segir Guðni Geir Jóhannsson, oddviti B-listans, menn vera í sjöunda himni yfir úrslitunum. „Ég er mjög ánægður með úrslitin og vil fyrir hönd Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ þakka kjósendum kærlega fyrir stuðninginn. Við munum reyna að rísa undir merkjum“, segir Guðni.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli