Frétt

bb.is | 24.05.2002 | 16:35Víða boðið upp á kosningakaffi

Öll framboðin í Ísafjarðarbæ nema A-listi Nýs afls ætla að bjóða kjósendum upp á kosningakaffi á kjördag. Kosningakaffi Samfylkingarinnar hefst kl. 14 í Krúsinni og stendur fram eftir degi, en er líða fer að kvöldi færa fulltrúar listans sig yfir á veitingastaðinn Á Eyrinni, þar sem kosningavaka þeirra fer fram. Sjálfstæðisflokkurinn leggur undir sig Sjallann og Pizza 67 á kjördag og verður þar fram eftir degi og fram á nótt þar sem kosningavaka flokksins verður einnig þar. Frjálslyndir og óháðir bjóða gestum og gangandi að mæta á kosningaskrifstofu sína að Hrannargötu 2 (þar sem verslunin Ekó var áður til húsa) frá kl. 14 og fram eftir nóttu.
Framsóknarflokkurinn býður kjósendum að mæta í hefðbundið framsóknarkaffi á kosningaskrifstofu flokksins að Aðalstræti 9 og verður kosningavaka þar um kvöldið og fram á nótt. Vinstrihreyfingin – Grænt framboð heldur sitt kosningakaffi á kosningaskrifstofu listans að Hafnarstræti 14 (þar sem verslunin Basil var áður til húsa) og verður með Eurovision og kosningavökustemningu þar er líða fer á kvöldið.

A-listi Nýs afls mun ekki bjóða kjósendum upp á veitingar á morgun. Þess í stað vísa forsvarsmenn hans stuðningsmönnum sínum og öðrum áhugasömum um kaffiveitingar á veitingastaði og kaffihús bæjarins og hvetja þá til að safnast þar saman, en einnig verður boðið upp á molasopa á kosningaskrifstofu listans í Aðalstræti. Að sögn Halldórs Jónssonar, oddvita listans, er það gert til þess að styrkja atvinnulíf Ísafjarðarbæjar í verki. „Ég hvet stuðningsmenn okkar til þess að fá sér bita á einhverjum af þeim frábæru veitinga- og kaffistöðum sem bærinn hefur upp á að bjóða því þeir þarfnast viðskiptanna til þess að halda sér á floti. Þetta er stuðningur við atvinnulífið á borði,“ sagði Halldór í samtali við blaðið. Kosningavaka A-listans fer fram á kosningaskrifstofu flokksins og stendur yfir fram eftir kveldi.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli