Frétt

| 28.07.2000 | 08:22Enn sígur á ógæfuhlið

Karlar á Vestfjörðum voru 222 fleiri en konur 1. desember sl. samkvæmt endanlegum tölum Hagstofunnar. Ári fyrr var munurinn 209 en frá þeim tíma fækkaði körlum á Vestfjörðum um 135 en konum um 148 á einu ári.
Vestfirðingar töldust 8.601 (4.405 karlar og 4.196 konur) hinn 1. desember 1998 en 8.318 (4.270 karlar og 4.048 konur) hinn 1. desember 1999.

Fram hefur komið hér á vefnum, að enn hefur sigið á ógæfuhliðina í fólksfjölda á Vestfjörðum á þessu ári. Eins og greint var frá fyrir skömmu lætur nærri lætur að ein þriggja til fjögurra manna fjölskylda hafi flust burt frá Vestfjörðum í viku hverri á fyrri helmingi þessa árs. Samkvæmt mannfjöldaskýrslum Hagstofunnar voru Vestfirðingar skráðir 8.318 hinn 1. desember sl. en þegar þetta er ritað munu þeir vera rétt um 8.200 eða um 2,9% þjóðarinnar.

Þess má vænta, að bilið milli karla og kvenna á Vestfjörðum hafi enn aukist á þessu ári. Almenn þróun á landinu er sú, að konum fækkar meira en körlum á landsbyggðinni og fjölgar meira en körlum í þéttbýlinu syðra.

Hlutfall karla og kvenna er verulega mismunandi eftir byggðum á Vestfjörðum. Í sveitum fjórðungsins hallar verulega á konurnar en þar voru þær aðeins 430 á móti 528 körlum hinn 1. desember. Þar vantaði því 98 konur til að vega upp á móti körlunum.

Á Ísafirði voru karlar 49 fleiri en konur, á Tálknafirði 43 fleiri, á Hólmavík 35 fleiri, á Flateyri 20 fleiri, í Bolungarvík 18 fleiri, í Súðavík 15 fleiri, á Reykhólum 7 fleiri og á Patreksfirði 6 fleiri.

Á Þingeyri voru konur hins vegar 185 á móti 159 körlum og munurinn 26, í Hnífsdal 169 á móti 151 karli (munurinn 18) á Bíldudal 152 á móti 139 körlum (13), á Drangsnesi 56 á móti 49 körlum (7) og á Suðureyri 161 á móti 156 körlum (5).

bb.is | 29.09.16 | 14:50 Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með frétt Alþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli