Frétt

Friðgerður Ómarsdóttir | 24.05.2002 | 12:06Við breytum ekki eftirá

Friðgerður Ómarsdóttir.
Friðgerður Ómarsdóttir.
Nú er komið að lokum kosningabaráttunnar hér á Ísafirði. Undanfarin ár hefur almennur pólitískur áhugi verið að minnka. Það má einnig segja um félagslegan áhuga almennt. Breytt lífsgildi ráða þarna auðvitað miklu en einnig sú staðreynd að sennilega finnst fólki það lítil áhrif geta haft á sitt samfélag í gegnum hina pólitísku flokka. Þessi þróun er áhyggjuefni og ég veit að fulltrúar stjórnmálaflokkanna deila þeim áhyggjum með mér. Því vakti það fögnuð minn þegar ég frétti af því að í mótun væri nýr félagsskapur sem hefði það eitt að markmiði að taka þátt í umræðunni um framtíð okkar bæjarfélags og ræða málin án hagsmunatengsla við hefðbundna stjórnmálaflokka.
Í fyllingu tímans var ákveðið að bjóða fram lista til bæjarstjórnar. Reyna að efla umræðu meðal fólks um stöðu okkar og framtíð. Nú skyldi maður ætla að ráðandi öfl tækju því fagnandi að fá nýtt afl til umræðna. Svo var líka um suma. En ekki alla. Það hefur lengi verið mikill löstur á okkar samfélagi að í stað þess að grípa til staðreynda í umræðu færa menn sig aftur fyrir og kalla fram umræðu sem löngum hefur verið kennd við bæinn Leiti. Svo varð því miður nú.

Um sum okkar hafa verið kveiktar magnaðar frásagnir og sögur. Sögur sem allar eiga það sameiginlegt að vera endemis þvaður. Á tímabili mátti halda að allt helsta misyndisfólk landsins væri samankomið á einum og sama listanum. Við tókum strax þá afstöðu að láta þetta sem vind um eyrun þjóta. Höfum reynt að halda okkur á málefnalegum nótum því við trúum því að það gefist best fyrir alla þegar upp er staðið. Talað um nútíðina sem því miður er ekki eins og við vildum hafa hana. Þar mætti margt betur fara. Og til þess að svo geti orðið verður fólk að viðurkenna staðreyndir. Jafnvel þó þær séu ekki eins og við vildum óska. Við höfum einnig rætt hvernig við viljum hafa framtíðina ef við fáum einhverju ráðið. Við trúum því staðfastlega að hún geti orðið björt hér um slóðir ef fólk stendur saman. Samstaða og björt framtíð hefur ekkert að gera með fjölda þeirra flokka sem að stjórn mála koma á hverjum tíma. Það þekkja Ísfirðingar best allra. Umræða í kringum kosningar er ekki hnignunarmerki. Hræðsla við rökræður er hinsvegar hnignunarmerki.

Frambjóðendur A-listans hafa lagt fram stefnuskrá sína og framtíðarsýn. Það eina sem við biðjum ykkur um er að lesa hana með yfirvegun og opnum huga. Kynnið ykkur verk og stefnu hinna flokkanna í málum landsbyggðarinnar. Að því loknu er það ykkar að ákveða hverja þið kallið til verka næstu fjögur árin. Þann dóm hræðumst við ekki af þeirri einföldu ástæðu að honum verður ekki breytt. Það biðjum við ykkur að muna líka. Þeim dómi verður ekki breytt eftirá.

Friðgerður Ómarsdóttir. Höfundur skipar 15.sæti A-lista Nýs afls í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli