Frétt

Baldur Smári Einarsson | 24.05.2002 | 09:48Bolungarvík á bjarta framtíð fyrir sér

Baldur Smári Einarsson.
Baldur Smári Einarsson.
Fyrir rúmu ári síðan hitti ég gamlan skólafélaga minn. Ég var þá að ljúka háskólanámi mínu og var búinn að ákveða hvað ég ætlaði að gera að námi loknu. Hann spurði mig hvar ég ætlaði að starfa í framtíðinni. Ég var fljótur að svara honum því að ég ætlaði fara aftur heim til Bolungarvíkur. Hann brást hinn versti við og spurði mig hvað ég væri eiginlega að pæla og sagði að ég ætti ekki að eyða starfskröftum mínum í dauðadæmdan stað. Ég útskýrði fyrir félaga mínum að lífið væri ekki dans á rósum, það hefði jú verið auðveldara að fá sér vinnu í Reykjavík og hafa það náðugt en ég vildi frekar vinna að krefjandi verkefnum í minni heimabyggð.
Hvað skyldi það svo vera sem fær nýútskrifaðan viðskiptafræðing til að velja Bolungarvík fram yfir Reykjavík? Svarið er einfalt – ég tel að Bolungarvík eigi bjarta framtíð fyrir sér. Það þjónar engum tilgangi að tala um hve mikið íbúum hefur fækkað hér frá því að bæjarbúar voru sem flestir. Það sem skiptir máli eru möguleikar Bolungarvíkur til að vaxa og dafna í framtíðinni. Það er ljóst að hér í Bolungarvík er frjósamur jarðvegur fyrir hvers konar nýsköpun – frambjóðendur D-listans ætla að koma góðu útsæði í þennan jarðveg á næsta kjörtímabili með því að hvetja til stofnunar eignarhaldsfélags sem gæti nýtt sér 40% hlutafjárframlag frá Byggðastofnun.

Fyrir fáeinum misserum síðan heyrði ég sögu af bandarísku skófyrirtæki sem sendi tvo markaðsfræðinga til ónefnds lands í Afríku til að kanna hvort þar væri einhver markaður fyrir skó fyrirtækisins. Annar þeirra sagði að þetta væri vonlaust dæmi, það væri alls enginn markaður fyrir skó í landinu. Hinn markaðsfræðingurinn hafði allt aðra sögu að segja, hann sagði að í þessu Afríkuríki væri skómarkaðurinn eins og óplægður akur – það gengi varla nokkur maður í skóm í landinu og því gæti fyrirtækið selt mikið magn af skóm til landsmanna.

Þessi saga minnir okkur á ferðaþjónustu hér í Bolungarvík og nágrenni. Hingað til hafa möguleikar ferðaþjónustu í og við Bolungarvík verið vannýttir. Akurinn er nánast óplægður. Það hefur oft verið sagt að það komi engir ferðamenn til Bolungarvíkur – við getum snúið dæminu við – það eiga margir ferðamenn eftir að koma til Bolungarvíkur. Í stefnuskrá D-listans er lagt til að ráðinn verði ferðamálafulltrúi til að stýra markaðssetningu á Bolungarvík sem ferðamannastaðar. Einnig er lagt til að komið verði á fót upplýsingamiðstöð í bæjarfélaginu auk þess sem bent er á leiðir til að auka straum ferðamanna til bæjarins.

Kjósandi góður, á laugardaginn kemur munt þú kjósa um það hvaða einstaklingum þú treystir best til að takast á við þau krefjandi verkefni sem framundan eru í bæjarfélaginu.

Setjum X við D á kjördag og tryggjum Bolvíkingum bjarta framtíð.

Baldur Smári Einarsson. Höfundur skipar 8. sæti D-listans í Bolungarvík.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli