Frétt

Magnús Már Einarsson | 24.05.2002 | 09:43ADSL tenging Bolvíkinga

Magnús Már Einarsson.
Magnús Már Einarsson.
Á síðustu árum hafa miklar tæknibreytingar orðið í samfélaginu. Þegar horft er um öxl í dag má spyrja hvernig menn hafi farið að hér áður fyrr. Við sem búum á landsbyggðinni höfum tileinkað okkur tæknina ekki síður en aðrir landsmenn og nú er svo komið að íbúar landsbyggðarinnar verða sífellt háðari tölvutækninni með hverju árinu sem líður þar sem internetið hefur m.a. tekið að miklu leyti við af gamla góða póstinum við að koma skilaboðum á milli manna. Bolvíkingar hafa hingað til fengið seint og illa þær tækninýjungar sem boðist hafa almenningi á sviði háhraðatenginar við internetið og hefur þá þurft mikla baráttu einstaklinga til að hægt væri að standa jafnfætis íbúum höfuðborgarsvæðisins í tengihraða inn á internetið.
Síðastliðið haust hófu tveir bolvískir einstaklingar þá erfiðu baráttu að fá Landssíma Íslands til að setja upp svokallaða ADSL tengingu í símstöð bæjarins og bjóða bæjarbúum þannig upp á háhraða internettengingu. Þessir einstaklingar, þeir Einar Guðmundsson og Helgi Jónsson, hófu baráttuna með það að leiðarljósi að þessi háttur, þ.e. að tengjast internetinu með ADSL væri fyrst og fremst framfaramál fyrir bolvíska byggð og yrði henni til framdráttar um ókomna tíð. Eftir talsverða eftirgangsmuni við Landssímann og að uppfylltum skilyrðum, tókst þessum mönnum með aðstoð góðra Bolvíkinga að koma þessu á, og því mun ADSL tenging verða staðreynd í Bolungarvík í júní n.k.

Til þess að lítill bær á landsbyggðinni verði samkeppnisfær við höfuðborgarsvæðið tæknilega séð, verða menn að halda vöku sinni og vera klárir í hvern þann slag sem þurfa þykir til að jafna þá aðstöðu sem höfuðborgarsvæðið hefur óneitanlega fram yfir landsbyggðina. Það er stefna þeirra manna sem standa að framboði D-listans í Bolungarvík að tæknimálum verði sinnt af þeirri kostgæfni sem þarf til að góður bær verði betri.

Magnús Már Einarsson. Höfundur er stjórnarmaður í Mími, félagi ungra sjálfstæðismanna í Bolungarvík.

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli