Frétt

mbl.is | 23.05.2002 | 18:16Fimm ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Guðmund Inga Þóroddsson í 5 ára fangelsi, annarsvegar fyrir tilraun til að flytja 4000-5000 e-töflur til landsins frá Amsterdam og hins vegar fyrir að flytja 994 e-töflur hingað til lands með pósti. Guðmundur útvegaði fé til fíkniefnakaupanna meðan hann sat í fangelsi á Litla-Hrauni vegna fíknefnamála.
Faðir Guðmundar var sýknaður af ákæru um aðild að málinu fyrir að hafa skipt peningum í gjaldeyri fyrir son sinn og annar maður var sýknaður af ákæru um aðild fyrir að hafa farið til Amsterdam til að sækja e-töflurnar. Tveir menn til voru dæmdir í 5 og 10 mánaða fangelsi fyrir aðild að póstmálinu.

Guðmundur Ingi játaði að hafa í nóvember árið 2000 lagt ráðin um það að flytja inn til landsins allt að 5000 e-töflur á næstu vikum. Hafði hann samband við kunningja sinn, fékk hann í heimsókn til sín í fangelsið og lét hann fá bréf með ítarlegum fyrirmælum um það hvernig hann skyldi kaupa e-töflur í Hollandi og ganga frá þeim og senda hingað til lands. Áður en maðurinn fékk bréfið í hendur höfðu fangaverðir komist í það og ljósritað.

Guðmundur Ingi, hafði áður sett sig í samband við mann í Hollandi Antonius Gerardus Verborg að nafni, sem kunninginn skyldi skipta við. Faðir Guðmundar Inga tók við peningum sem stöfuðu frá syni hans og skipti hluta af þeim í hollensk gyllini og afhenti kunningjanum féð að frátekinni nokkurri fúlgu sem hann tók til eigin þarfa.

Kunninginn fór til Amsterdam í desember og hitti Antonius. Hann bar hins vegar að þegar hann hafi fengið bréfið frá Guðmundi Inga, hafi honum orðið ljóst að löggæslumenn höfðu lesið það og því hafi ekki hvarflað að honum að leggja út í þennan innflutning. Hafi hann gert upp hug sinn um það að hann myndi slá eign sinni á peningana þegar hann fengi þá í hendur. Þetta hafi hann og gert og notað þá í eigin þágu, um 500 þúsund krónur. Hann sagðist hafa skilið peningana eftir hér á landi þegar hann fór í ferðina til Amsterdam og ferðin hafi verið farin honum til upplyftingar eftir nýlegt lát föður hans og ekki tengst erindinu sem Guðmundur Ingi hafði falið honum.

Hann kveðst hafa sett sig í samband við Antonius til þess að láta hann greiða fyrir sér þar ytra og hafi Antonius gert það að einhverju leyti. Hann hafi hins vegar ekki kunnað að meta þann mann og því ekki haft frekari samskipti við hann.

Héraðsdómur sagði í niðurstöðu sinni, að enda þótt nokkrar líkur geti talist vera fyrir því að maðurinn hafi tekið við fénu í því skyni að fara með það út og kaupa fyrir þau fíkniefni og að hann hafi farið í ferðina til Amsterdam í því skyni, sé til þess að líta að hann hafi frá upphafi neitað sök að þessu leyti og ekkert hafi komið fram í meðferð málsins fyrir dómi sem hnekkir frásögn hans. Því beri að sýkna hann af ákærunni.

Faðir Guðmundar Inga sagðist ekki hafa velt því fyrir sér til hvers peningarnir voru ætlaðir sem hann fékk hjá syni sínum og þeir hafi ekkert rætt um það. Hafi sú staðreynd að sonur hans var í fangelsi fyrir fíkniefnabrot ekki vakið neinn grun hjá honum, enda hefði hann haldið að frelsissviptur maður sem væri á ábyrgð samfélagsins gæti ekki gert slíka hluti. Hann hefði oft tekið að sér að sjá um ýmislegan erindrekstur fyrir son sinn, svo sem að greiða fyrir hann skuldir og senda honum peninga til útlanda.

Dómurinn segir, að enda þótt nokkrar líkur verði að telja vera fyrir því að föðurinn hafi grunað að sonur hans ætlaði sér að nota umrædda peningafúlgu til þess að kaupa fyrir þá fíkniefni sé ekki hægt að útiloka að hann hafi staðið í þeirri trú að hann væri að greiða skuldir vegna fyrri athafna sonarins. Því var faðirinn sýknaður af ákærunni.

Mbl.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli