Frétt

Leiðari 30. tbl. 2000 | 27.07.2000 | 16:47Vel má geta þess sem vel er gert

„Í smærri bæjarfélögum og þorpum úti um allt land halda kórar tónleika og leikfélög setja upp sýningar allt árið um kring.“

Lýsing þessi á blómstrandi menningarlífi þess fólks á Íslandi, sem býr utan þéttbýliskjarnans við Faxaflóa, er eitt af mörgu sem skipar mörlandanum á fremsta bekk meðal þjóða heims, að því er lesa má í ræðu sem forseti vor flutti á samkomu íslenskameríska viðskiptaráðsins í Los Angeles í vor.

Enda þótt við því hafi ekki verið að búast, að Súgfirðinga og Ísfirðinga væri sérstaklega getið í menningarræðunni, sem kitlaði eyru viðskiptajöfra og þjóðarleiðtoga á vordögum þar vestra, þá er nú einu sinni svo, að báðir þessir staðir státa af langri listhefð.

Að íbúum annarra þéttbýliskjarna ólöstuðum munu Súgfirðingar sennilega hafa verið einna drýgstir Vestfirðinga við að koma verkum á fjalirnar framan af og fram yfir miðja þá öld, sem senn kveður. Ýmissa hluta vegna hefur lítið farið fyrir súgfirskum uppákomum af þessu tagi hin seinni ár. Þeim mun ánægjulegra er að Leikfélagið Hallvarður súgandi er aftur farið að láta til sín taka. Og það með eins hressilegum hætti og leiksýningin „Með vífið í lúkunum“ ber vitni.
– – –

„Stelpurnar sungu eins og englar“, sagði stjórnandi Unglingakórs Tónlistarskóla Ísafjarðar um söng kórsins í alþjóðlegri kórakeppni á Spáni nýverið. Áður en kórinn hélt utan söng hann í Háteigskirkju í Reykjavík. Í umsögn um hljómleikana var m.a. komist svo að orði: „Tónlistarskólinn á Ísafirði státar vafalítið af einum af betri unglingakórum á landinu. – Söngur kórsins var í heild skínandi fallegur, umfram allt klingjandi hreinn og tær og oft mjög hljómmikill. Það liggur mikil vinna að baki þeim árangri sem kórinn hefur náð á þeim örfáu árum sem hann hefur starfað. Söngstjórinn, Margrét Geirsdóttir, hefur unnið afbragðsgott starf. – Ágallar í söng kórsins eru langt frá því að vera óyfirstíganlegir og með sömu ástundun og þeim skínandi góða árangri sem náðst hefur á örfáum árum er engu að kvíða um framtíð hans.“
– – –

Einhvern veginn er það svo, að jafnvel þótt sjálfur forsetinn mikli fyrir útlensku fólki að blómlegt menningarlíf þrífst víðar en í menningarhöllum þéttbýlisins (og er þá ekki verið að vanþakka það sem þar er gert), þá fer jafnan lítið fyrir frásögnum hinna fyrirferðarmeiri fjölmiðla um svo hasarlítið efni frá landsbyggðinni.

Höldum sjálf á lofti því sem vel er gert. Það gera ekki aðrir fyrir okkur.
s.h.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli